Heim MicrosoftWindows Mobile Færa myndir af síma á tölvuna

Færa myndir af síma á tölvuna

eftir Jón Ólafsson

Eins hefur verið fjallað um áður hér á Lappari.com þá vistast ljósmyndir og myndbönd sjákrafa á OneDrive sem er skýjalausn Microsoft, með því einu að skrá sig inn í Windows Phone símann með Microsoft notenda. Við mælum vitanlega með því að notendur renni yfir stillingarnar til að tryggja að þetta gerist sjálfkrafa og bara yfir WiFi til að spara GSM gagnamagn.

Núna ætlum við að skoða eftirfarandi spurningu sem okkur barst : Hvernig á að færa myndir af Windows Phone síma yfir á tölvu?

 

Í mjög stuttu máli þá er síminn er einfaldlega tengdur við tölvuna með USB kapli og þá opnast hann sem utanáliggjandi drif í tölvuna.

Hér má sjá hvað gerist þegar ég tengi Nokia Lumia 1520 við Windows 8.1 tölvu

 

myndir1

 

 

Þegar tví smellt er á Lumia 1520 þá er farið í Phone > Picture > Camera Roll en þar eru allar myndir og myndbönd sem teknar eru á símann.

 

myndir2

 

Notendur geta þá unnið í myndum eins og um venjulegan USB lykill eða flakkara sé að ræða en mér finnst best að velja allar myndirnar (á lyklaborði ctrl-a) og gera cut (á lyklaborði ctrl-x) og fara síðan á þann stað á tölvunni þar sem ég vill vista myndirnar og gera paste þar (á lyklaborði ctrl-v).

 

Windows 8.x geta sótt Windows Phone forrit fyrir tölvunna og þar er t.d. hægt að stilla forritið þannig að tölvan flytji sjálfkrafa myndir af símanum þegar hann er tengdur. Ég er reyndar gamaldags og vill gera þetta handvirkt eins og sýnt er hér að ofan.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira