Nú hefur Microsoft opnað sýna eigin heimasíðu fyrir Windows Phone og er það partur af kaupunum á Nokia sem Microsoft gerðu í lok seinasta árs.
Microsoft munu svo í framhaldi að því hætta með Nokia vörumerkið og sögusagnir eru um að símanir þeirra muna ekki lengur bera nafnið Windows Phone heldur einfaldlega Windows.

Nýja heimsíðan er nokkuð í stíl við núverandi heimasíðu þeirra, Litrík, og hægt að nálgast upplýsingar á fljótlegan og einfaldan hátt.
Á henni má finna upplýsingar um alla Lumia-línuna ásamt Nokia X-línunni sem keyrir Android stýrikerfið frá Nokia en þeir eru nú hættir í framleiðslu og munu vera á síðunni tímabundið.

http://www.microsoft.com/en/mobile/

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir