Heim ÝmislegtFréttir Fréttatilkynning – Haustráðstefna Advania

Fréttatilkynning – Haustráðstefna Advania

eftir Jón Ólafsson

Ég fæ oft sendar fréttatilkynningar og stundum birti ég þær, ef þær vekja áhuga minn…  Hér er verið að kynna glæsilega haustráðstefnu Advania sem ég mæli með að allir IT þenkjandi ættu að kynna sér vel.

—- Fréttatilkynning er birt óbreytt hér að neðan —-

 

 

Haustráðstefna Advania 2014:
Sálfræði notuð við tölvuglæpi

Helstu atriði:

  • 30% starfsmanna helstu fyrirtækja landsins gefa frá sér notendanafn og lykilorð
  • Fulltrúi FBI segir frá stóru ógnunum sem steðja að í upplýsingatækniheiminum
  • Haustráðstefna Advania aldrei glæsilegri – nú haldin í 20. skiptið

 

Tölvuglæpamönnum vex ásmegin og íslensk fyrirtæki og einstaklingar verða reglulega fyrir tölvuárásum. En að hvaða marki er Ísland varið gegn slíkum árásum? Þessari og mörgum fleiri spurningum verður svarað á Haustráðstefnu Advania í Hörpu, föstudaginn 12. september. Dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri og er öllu tjaldað til á þessari afmælisráðstefnu.

Sofa Íslendingar á verðinum?
Á meðal þeirra sem halda erindi á ráðstefnunni er Theódór R. Gíslason hjá öryggisfyrirtækinu Syndis. Hann kynnir niðurstöður sem sýna að staða upplýsingaöryggis á Íslandi er verulega ábótavant. Stór hluti af útstöðvum fyrirtækja eru ekki uppfærðar og auðvelt er að fá notendur til að smita sínar eigin tölvur af Trójuhestum. Tölvuglæpamenn hika ekki við að blanda saman tækni og sálfræði í glæpum sínum sem sést á þeim niðurstöðum að 30% starfsmanna fyrirtækja sem fá augljóst falsaða innskráningarsíðu samfélagsmiðla, munu gefa frá sér notendanafn og lykilorð. Þá á FBI sinn fulltrúa á ráðstefnunni, en sá fjallar um sýn FBI á þær ógnir sem heimurinn stendur frammi fyrir á sviði tölvuglæpa. Farið verður yfir mismunandi tegundir af ógnum og hvernig má vinna gegn þeim.

Framtíðin er núna
Þrívíddarprentun verður æ algengari í heiminum og fá ráðstefnugestir innsýn yfir hvernig þrívíddarprentun, sem framkvæmd er hér á landi, gerir læknum kleift að nýta sér tæknina og undirbúa flóknar aðgerðir. Fyrirlesturinn er haldinn af þremur sérfræðingum á þessu sviði: Dr. Paolo Gargiulo aðstoðarprófessor, Dr. Bjarni Torfason yfirlæknir á Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild og Íris Dröfn Árnadóttir meistaranemi í heilbrigðisverkfræði. Þá segir Google frá áformum sínum hvað varðar þjónustu við fyrirtæki og Chief Demonstration Officer hjá Cisco segir frá og sýnir hvernig allir hlutir verða brátt tengdir internetinu. Tveir íslenskir frumkvöðlar, Þorsteinn B. Friðriksson og Magnús Schewing, veita ráðstefnugestum innblástur um hvernig þeir geta náð afbragðsárangri í lífi og starfi.

Haustráðstefna Advania nú í 20. sinn
Á ráðstefnunni verða 27 fyrirlestrar af öllum gerðum, ótal margir áhugaverðir aðilar munu stíga á stokk eins og fyrirlesarar frá Apple, Google, Plain Vanilla, Samsung, Microsoft, Google, Cisco, EMC, Citrix, CCP og margir fleiri.
Samanlagt hafa um tólf þúsund gestir sótt ráðstefnuna frá upphafi og nú undanfarin ár hafa þeir verið um og yfir eitt þúsund talsins. Um 730 fyrirlestrar hafa verið haldnir á ráðstefnunni á þessu tímabili. Haustráðstefna Advania er stærsti viðburður ársins í upplýsingatækni hér á landi og jafnframt ein sú elsta árlegra tækniráðstefna í Evrópu.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á www.advania.is

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira