Heim Microsoft Video Tuner – klippiforrit fyrir Windows Phone

Video Tuner – klippiforrit fyrir Windows Phone

eftir Magnús Viðar Skúlason

Út er komið eflaust eitt öflugasta smáforrit sumarsins fyrir Windows Phone-notendur en það nefnist Video Tuner.

Í stuttu máli sagt er hér á ferðinni klippiforrit fyrir Windows Phone-síma sem getur framkvæmt allar helstu klippi- og myndvinnsluaðgerðir sem hefðbundin klippiforrit geta framkvæmt.

Með Video Tuner er hægt að breyta hraða myndskeiðsins, bæta við tónlist, klippa atriði til, snúa, spegla og breyta myndskeiðinu sem og breyta litmettun. Eflaust kemur þetta app sér vel fyrir marga notendur sem vilja fullklára myndskeiðin í símanum áður en þau eru sett á inn á samfélagsmiðla eða send áfram t.d. í tölvupósti.

Hægt er að kynna sér Video Tuner frá Microsoft með því að smella hér.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira