Heim Föstudagsviðtalið Henrý Þór Baldursson

Henrý Þór Baldursson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 54 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Það þekkja líklega margir viðmælenda okkar en hann teiknar meðal annars skopmyndir sem við njótum saman í DV. Flestir sem eyða einhverjum tíma á internetinu og sérstaklega á Twitter ættu líka að þekkja aðeins til kauða þar. Viðmælandinn er í dýrari kanntinum núna eins og oft áður en þetta er enginn annar enn Henrý Þór Baldursson “skopmyndateiknari”.

Ég hef aðeins kynnst Henrý á Twitter, stórskemmtilegur penni þar og finnum við oft þörf til þess að “leiðrétta” hvorn annan og er bara gaman að því. Henrý er flottur strákur sem gaman er að fylgjast með og því góð viðbót í safn glæsilegra viðtala hér á Lappari.com.

En hættum þessu tuði og hleypum Henrý að…

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Henrý Þór Baldursson, Akureyringur

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég vinn sem forritari hjá Símanum, vinn aðallega við gagnamiðlun notkunargagna og eftirlitskerfi. Unnið við miðlunarkerfi og VAS kerfi fyrir farsímaheiminn undanfarin nokkur ár. Hef verið að gera skopmyndir síðan í nóvember 2008 í ýmsa miðla, núna hjá DV.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Byrja á að bölva vekjaraklukkunni, koma stráknum mínum á leikskólann, fara í vinnuna, forrita í Erlang, sækja strákinn og gera eitthvað skemmtilegt með honum, elda mat, koma stráknum í rúmið, klára skopmynd sem hefur verið að veltast í hausnum frá því um morguninn, tek æfingu á gítarinn, og svo horfi svo á eitthvað skemmtilegt á Netflix.

 

Lífsmottó?

Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Úff, svona spurningar fá mig til að vilja vera Húsvíkingur. Segi 200.000 naglbítar, og eigna Akureyri Hvanndalsbræður. Annars pass.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

OS/X og Linux

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Ég hef alltaf verið veikur fyrir Cray-1A. 70s ofurtölva sem doublar sem leðurklæddur hringlaga sófi. Það er alvöru.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

LG Nexus 5

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Gott innvols, frábær skjár, og fljótur að fá Android uppfærslur. Er til dæmis með Android 4.4.4 núna og því ekki í hættu af KeyStore villunni.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Lítil batteríending, lélegt GPS, og myndavélin kann ekki fókus.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Tölvupóst, instant message, vöfrun, klósettleiki, og stjórna Chromecastinu mínu.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Sony CMD C1. Var fyrsti GSM sími Sony að mínu viti, framleiddur í Frakklandi ef ég man rétt. Var með hjól á hliðinni til að fletta í gegnum viðmótið. Líka eini sími sem ég hef átt sem var ekki með neina klukku. Ef þú fékkst missed call á símann, t.d., þá var engin leið að vita hvenær var hringt, og enginn vekjari.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Hrifinn af One Plus One. En ef það væri hvaða sími sem er, þá væri gaman að prófa þjónustuverið sem fylgir Vertu Ti, svo lengi sem maður þyrfti ekki að borga reikninginn. Panta 18 mörgæsir, 3 tonn af heimskauta ís, heitan pott, fyrirsætur, og Prince til að leika fyrir dansi, fyrir klukkan átta í kvöld, takk!

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Það er mjög misjafnt. Ég skoða af og til Reddit í Bacon Reader, og svo leita ég eftir hlutum sem ég vil þekkja á Google. Google Now sér síðan um að finna fyrir mig efni um áhugamál mín og þær vörur sem ég hef áhuga á. Tom’s Hardware er góð. The Verge, Engadget, Techcrunch og Mashable líka.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Vonandi langt þangað til, en ætli það verði ekki “pardonnez-moi, monsieur. Je ne l’ai pas fait exprès.”

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira