Heim Föstudagsviðtalið Birgir Ólafsson

Birgir Ólafsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 55 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Það er mér sönn ánægja að kynna fyrir ykkur næsta viðmælenda okkar en hann er góður félagi minn og mikill uppáhaldsnörd minn í þessum IT heimi sem við lifum og hrærumst í. Hann hefur verið viðvarandi IT fagið svo lengi sem ég man eftir mér en þetta er enginn annar enn Birgir “brother from another mother” Ólafsson verslunarstjóri í Tölvutek Akureyri.

Ég hef þekkt Bigga í nokkur mörg ár og vann meðal annars með honum um tíma í Tölvulistanum og ég get því með sanni sagt að ég hafi aldrei kynnt þæginlegri og sanngjarnari sölumanni. Þjónustulundin er einlæg og vilji hans til að leysa vandamál viðskiptavina er einstakur…

Ég vona því að þú kíkir í heimsókn til Bigga í Tölvutek og reikna með að þú skilir góðri kveðju frá okkur….

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Sælt veri fólkið, ég heiti Birgir Ólafsson, fæddur á Akureyri einn góðan laugardagsmorgun í Október 1978. Fyrstu uppeldisárin mín naut ég lífsinns í höfðahverfinu austanmeginn í Eyjafirði, en ég var þar oft í sveit hjá ömmu minni og frændum, skemmti mér mikið og lærði á lífið og tilveruna. Ungur flyt ég aftur heim til Akureyrar og hef verið hér í höfuðborg Norðurlands nánast óslitið síðan þá. Þó með nokkrum ör-pásum til að sinna vinnu í Reykjarvíkurhreppi.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Síðustu ár hef ég verið að vinna hjá Tölvutek þó sérstaklega hérna á Norðurlandi. Seinnipart ársinns 2009 þá hef ég samband við félaga mína hjá Tölvutek í Reykjavík og spyr þá hvort að við viljum ekki opna Tölvutek á Akureyri þar sem að mig langaði að vera með tölvuverslun sem að væri rekin með háu þjónustustígi fyrir landsbyggðina og þó sérstaklega fyrir norðlendinga. Við opnuðum Tölvutek á Akureyri 16.desember 2009 og hef ég verið að vinna að uppbyggingu á þeirri frábæru verslun síðan þá. Árin á undan hef ég verið að vinna með flottu fólki í Nortek, í Netkerfum og Tölvum og svo síðustu metra síðustu aldar þá var ég hjá uppeldisstöðinni minni í Stórmarkaði Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísalundi.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Hann byrjar yfirleitt með fögrum tónum úr Lion King á meðan að ég er að venjast því að vera ekki lengur sofandi. Þá næst gríp ég símann minn og renni yfir hvað er að gerast á fréttamiðlum. Tek mig saman og kem mér í vinnuna, þar sem að ég byrja að undirbúa vinnudaginn með strákunum mínum í búðinni og undirbúa morgunfund sem við höfum daglega áður en að við opnum verslunina. Dagurinn líður svo venjulega nokkuð hratt fyrir sig þar sem að ég hitti viðskiptavini mína og ræði við þá um daginn og veginn ásamt því að finna fyrir þá þann búnað sem hentar þeim í hvert sinn. Kvöldin eru svo tími fyrir félagslíf, hvort sem að það sé afslöppun í heitum potti, bíó eða hreinlega heimabíó. Afslöppun er mjög vinsæl hjá mér utan vinnu.

 

Lífsmottó?

Komdu vel fram við alla og skildu eftir góðar sögur af þér þegar að þú yfirgefur heiminn. Það er eina leiðin til að lifa að eilífu.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Stuðkompaníið, þeir poppuðu pleisið vel á níunda áratuginum. Flottir gaukar þar á ferð.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Aðalvinnutölvan mín er að keyra á klassísku Windows 7 Enterprise og hefur það verið að virka mjög vel hjá mér. Það stendur til að uppfæra það yfir í Windows 8.1 en tími og tilefni hafa ekki fundist enþá fyrir það.

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Ég verð að segja BBC Microcomputer Model B 64KB, það er vélin. Hún keyrir á BBC Basic stýrikerfi og er alveg ófyrirgefanleg. Fékk þessa vél nokkuð notaða í fermingargjöf ásamt nokkrum bókum af tölvuleikjum, með henni voru nokkrir tölvuleikir á kassettu og á soft floppy, en það sem mér fannst besta við hana var að kóða tölvuleiki fyrir hana með uppskriftarbókunum sem fylgdu með. Það var hægt að eyða heilum degi við að sitja og skrá inn línur af kóða bara til að sjá hvort að hann virkaði. Á þessari tölvu þá lærði maður mjög mikið varðandi vinnslu tölvunar, lærdómur sem situr vel með manni í forritun en þann dag í dag.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er að keyra á Samsung Galaxy Note 3 síma þessa dagana. Hann er stór og mikill og tekur sitt pláss. Svipar til nýrra Amerískra bíla að því leiti.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Helsti kosturinn við þennann Samsung síma er þessi snilldar penni sem fylgir honum, mér finnst hann vera alger snilld, nota hann mjög mikið, bæði við að taka niður glósur og líka gaman að teikna skrípafígúrur á snapchat á honum.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Ég er að verða alveg brálaður á þessum síma, það er alveg einstaklega lélegt loftnet í honum, það getur verðið mjög erfitt að ná á mér útaf því. Virðist eins og ég sé utan þjónustusvæðis mest allan daginn, þrátt fyrir að vera að vinna í miðpunkt Akureyrar (GPS mælingar óstaðfestar). Spurning hvort að það ætti ekki að vera útdraganlegt loftnet á þessu eins og í símum frá lok síðustu aldar.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Ég tala í hann. (nota hann sem síma þegar að hægt er)

Svo er það Snapchat.

Nátturulega Facebook.

Stór skjár fyrir Internet.

Penninn hjálpar við að taka niður glósur (notes).

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Fyrsti síminn minn var Nokia 8110, hann var mikið kallaður bananasíminn þar sem að það var lok yfir takkaborðinu á honum. Þegar að þú renndir lokinu af símanum, þá leit hann út eins og banani. Félagi okkar hann Keanu Reeves var með svona síma í The Matrix, geggjaður byrjendasími verð ég að segja.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Í dag þá er ég mikið að hallast að Nokia símunum aftur, mig hefur langað að prufa Windows síma í svolítið langan tíma. Nokia Lumia 1020 grænn hljóma frekar vel í mínum eyrum þessa dagana.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég fæ tækniskammtinn minn mestan hreynlega frá Gizmodo.com og af lifehacker.com líka, en svo hefur Facebook verið að að koma reglulega inn með breaking news sem ég renni í gegnum. Svo náum við að halda tæknisamræðum vel á lofti á vinnustaðnum þannig að fréttirnar eru fljótar að flæða um gólfið hjá okkur hérna.

 

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Join The Dark Side! Vader 4 President.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira