Það eru margir sem sjá fyrir sér að í náinni framtíð muni margir leggja snjallsímanum sínum og skipta yfir í klæðanlega tækni (Wearable). Sem dæmi um klæðanlega tækni þá má nefna Google Glass frá auglýsingarisanum Google.

Ef þú ert orðinn 18 ára, býrð í Bandaríkjunum og langar að kaupa Glass þá er það hægt og kostar litla $1.500 eða um 190.000 íslenskar krónur.

 

Hver sem framtíðin verður þá varð ég að deila með ykkur “umfjöllun” hjá Jason Jones hjá Daily Show.

 

 

Þetta er vitanlega vel ýkt eins og oft áður hjá fréttamönnum The Daily Show en engu að síður þá koma fram ansi margar friðhelgis vinklar sem komið hafa fram eftir að Google Glass kom á markaðinn.

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir