Heim Ýmislegt Steve Ballmer kaupir LA Clippers

Steve Ballmer kaupir LA Clippers

eftir Magnús Viðar Skúlason

Steve Ballmer, fyrrum forstjóri Microsoft, ætlar greinilega ekki að sitja að auðum höndum á næstunni. Staðfest hefur verið að Ballmer átti hæsta boð í bandaríska körfuboltaliðið LA Clippers á 2 milljarða dollara og ef það verður samþykkt er þetta metupphæð fyrir NBA lið.

Eins og nú er orðið frægt þá var núverandi eigandi LA Clippers, Donald Sterling, uppvís að því að hafa átt mjög umdeild ummæli um blökkufólk fyrr á þessu ári. Í kjölfar ummæla hans sem “láku” ákvað David Silver, helsti yfirmaður NBA deildarinnar, að sekta Sterling um tvær og hálfa miljón dollara ásamt lífstíðarbanni við öllu tengdu NBA og LA Clippers . Silver sagði þá að hann ætlaði að leggja allan sinn þunga á bakvið kröfu um að Sterling yrði að selja liðið, en það þarf 3/4 hluta atkvæða frá stjórn NBA deildarinnar, sem samanstendur af eigendum liðanna.

Tilboð Ballmers yfirbauð tvo aðra fjárfestahópa en í öðrum þeirra var m.a. sjálfur tónlistarmógúllinn David Geffen. Þá gerði Ballmer sér ferð til að hitta eiginkonu Sterling, en hún hefur umboð til samningsviðræðna, og leggja fyrir hana tilboð og hugsjón sína fyrir liðið. Það er því spurning hvort að Microsoft muni verða meira áberandi í starfi LA Clippers sem styrktaraðili í ljósi fyrri tengsla Ballmers við Microsoft.

Heimild: Fox Sports og NBA.com

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira