Heim Föstudagsviðtalið Ólafur Tryggvason

Ólafur Tryggvason

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 48 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælanda minn í dag hef ég kannast við (vitað af) í mörg ár en eins merkilegt og það hljómar þá er það meira síðan í “gamla daga” þegar hvorugur okkar vorum byrjaðir að vinna í tölvugeiranum. Þetta er enginn annar enn Óli Tryggva vöru- og viðskiptastjóri hjá OK en hann hefur sannarlega brallað ansi margt í gegnum tíðina og flokkast auðveldlega sem þungaviktar maður úr upplýsingatæknibransanum.

Auðvelt að færa fyrir því rök að hann sé ofvirkur einstaklingur með mikla hreyfiþörf og sést það vel á endalausum hjóla- og crossfit statusum sem hann þarf bara að deila með vinum sínum á Facebook.  :>)

Ólafur er flottur strákur sem gaman er að þekkja og fylgjast með…

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Reykvíkingur sem vill meina að hann sé orðinn Hafnfirðingur enda búið í Firðinum fagra meirihluta æfinnar, en er víst enn bara aðfluttur andskoti og verð um ókomna tíð. Hefur notið þeirrar gæfu að hafa kynnst stjórnanda fyrir =(4×5)+1 ári sem ég elska endalaust og á með þrjá stráka sem allir eru komnir í skóla. Oft óþarflega hávaðasamur og lifi á hraða sem ég ræð ekki alltaf fullkomlega við en hef haft þá gæfu að hafa fólk mér við hlið í leik og starfi sem hefur náð að bakka mig upp og er ég þeim fjölmörgu endalaust þakklátur.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Vörustjóri Fujitsu hjá besta IT fyrirtæki Norður Evrópu og CrossFit Þjáflari hjá besta CrossFit Boxi heims.
Hef mikinn áhuga á mörgu og á það til að fara ALL-IN, reyndar segja reyndar „nokkrir“ að ég fari gjörsamlega yfir strikið löngum stundum og það er víst þannig með hjólreiðar í augnablikinu.

Búinn að vera lengi í tengslum við allt sem tengist tækni, allt frá símboðum upp í Fujitsu reikniclustera (sem ég veit reyndar ekkert um).
Einu sinni BT Mús alltaf BT Mús  :>)

Átti frábærann tíma hjá Íslandssíma/Vodafone og mun alltaf bera sterkar taugar til þess fyrirtækis enda mögnuð rússibanareið sem farin var þar á sínum tíma. Undanfarin ár hef ég svo verið í Opnum Kerfum í margskonar skemmtilegum verkefnum.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Ræs kl 05:30 – Þjálfa/hjólaæfing – 09:00 Opin kerfi, kaffi, facebook, tölvupóstur og þetta helsta, reyni að æsa vinnufélagana upp áður en ég forða mér úr húsi til að hitta kúnnana mína, er í símanum mest allan tímann, það eru bara allir æstir í vörur frá Heildsölu OK, Fujitsu, HP, Microsoft, Nokia, Jabra, Cisco, V7 skiptir ekki máli þetta bara ríkur allt út. Kem til baka um hádegi þegar vinnufélagarnir eru búnir að róa sig niður aftur. Hádegismatur. Fundir, síminn og þá helst að pönkast í Dönunum (Fujitsu) og önnur ráðabrugg um algjör heimsyfiráð. 17:30 þjálfa / hjólaæfing – hendum okkur í 30-50Km hjólatúr með góðum félögum, pottur gufa kvöldmatur – 19:00 sófinn TV og farinn að slefa í sófann á „núlleinni“ en betri helmingurinn (stjórnandinn) minn sér til þess að ég hangi að mestu vakandi til 23:00 þegar ég næ algjöru meðvitundarleysi, hringnum lokað!

 

Lífsmottó?

Go Hard or Go Home

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

BO – Laddi – Polla Pönk – Kátir Piltar – Júlladiskó –

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Ef þú notar ekki Windows þá ertu bara leika þér í tölvunni.

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Fujitsu í heild sinni – Japanskt hugvit / Þýsk gæði – er hægt að hafa það skotheldara?

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 920 – Er á leiðinni í Lumia 930 ,,,, tel dagana

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Windows Phone 8.1

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Þegar ég rek mig í fjárans Cortana takkan (sem gerist ótrúlega oft) og símafjandinn fer að tala við mig eins og hann hafi eitthvað um málið að segja.

 

Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)

  • Spila tölvukeiki á ………. – Ofvirk persóna (á mínum aldri) þarf að hafa plan og útfærslu á framvkæmd lífsnauðsynlegra verkefna eins og að skila frá sér notuðum næringarefnum. Að spila tölvuleiki eins og Candy Crush og 1024 er fáránlega hjálplegt til að gefa sér þann tíma sem þarf. Of löng múffuseta getur þó framkallað ofsafengin sinadrátt í fæturna.
  • Tölvupóstur – Er samt að reyna gera það ekki þegar ég er að keyra
  • Myndir og Video – Ef hverju velur fólk sér síma með drasl myndavél, skil það ekki.
  • One Note – hættur að tína stílabókum með viðkvæmum upplýsingum út um allan heim.
  • Skoða veðrið fyrir næsta hjólatúr

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Siemens/ATT – eitt allra sterkasta raftæki sem ég hef átt.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Hef kost á að velja mér reglulega hvaða síma sem er vel mér næst ætla ég að velja mér Lumia 930

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Allar síður sem bjóða upp á „unpacking“ hreinlega elska að poppa og horfa á tæknilúða týna nýjan tæknibúnað upp úr kassa og sjá hvaða bæklingar og leiðbeiningapésar eru í kassanum því ég hendi óvart þessu rusli alltaf.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Vöruval á öllum hæðum, vöruval á öllum hæðum, Kjallarabúðin.

 

PS:  Myndin (hér að ofan) er tekin af félaga mínum sem meðal annars hefur unnið með Madonnu og Herbert Guðmundssyni og verður ekki betri í gæðu þar sem hann tók myndina á iPhone / Lumia 920 síminn minn var í jakkavasanum og lifði af lendinguna sem var magalending.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira