Heim Föstudagsviðtalið Matthías Rögnvaldsson

Matthías Rögnvaldsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 44 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælanda minn að þessu sinni þekkja líklega allir á stór Akureyrarsvæðinu, sérstaklega ef þeir vinna í IT en þetta er enginn annar er Matthías “Matti” Rögnvaldsson. Ég hef þekkt Matta í nokkur ár og var svo heppinn að vinna með honum líka, mikill fagmaður og góður félagi að leita til með hvað sem er. Hann er sannarlega þungaviktarmaður á flesta mælikvarða enda fyrirferðamikill í IT bransanum og hefur verið í mörg ár.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra og hleypa manninum að..

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Matthías Rögnvaldsson frumkvöðull og ofurhugi frá Akureyri. Ég er fimm barna faðir og giftur Erlu Jóhannesdóttir hjúkrunar- og þjóðfélagsfræðing. Lærður matvælatæknir og kerfisfræðingur. Starfaði um tíma sem kokkur á Argentínu steikhúsi. Bý vel að þeirri reynslu og er fyrir vikið ókrýndur grillmeistari fjölskyldunnar.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er framkvæmdastjóri og stofnandi Stefnu hugbúnaðarhús. Ég hef verið að sinna upplýsingatæknimálum meira og minna síðan 1996 eða svo. Ég byrjaði að alvöru í þessum bransa árið 2000 í Skrín ehf. og það var góð reynsla. Stofnaði fyrirtækið Appia ehf. ásamt öðrum í fyrra sem er með skemmtilegt app sem heitir 2know sjá www.2know.is . Einnig hef ég staðið fyrir Atvinnu- og nýsköpunarhelgum víða um land. Maður hugmynda og framkvæmda.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Hann byrjar svona um 06:30 með því að fara út með hundana og fara svo yfir tölvupósta. Ég er meira og minna alla daga á fundum og í verkefnastjórnun. Varla laus stund frá morgni til kvölds. Alltaf að fást við eitthvað nýtt og spennandi í ört vaxandi fyrirtæki.

 

Lífsmottó?

Gera skemmtilega hluti og láta gott af mér leiða.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Ég er windows maður og linux, þoli illa mac…

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung galaxy s4.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Hann elskar mig tilbaka.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Hann endist ekki daginn með mér.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Tölvupóstinn
  2. Vafra.
  3. Facebook
  4. Spila 2know
  5. Prófa eitthvað nýtt.
  6. Taka myndir

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Mig Minnir Nokia 6110 .. hann var æðislegur

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Eitthvað annað en Iphone.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Nú eru ný og krefjandi verkefni framundan sem eru stjórnmál. X-L

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira