Heim ÝmislegtFréttir Lapparinn í 40 ár

Lapparinn í 40 ár

eftir Gestapenni

Í dag er mikill hátíðardagur í Lapplandi® – Jón Ólafsson aka Lapparinn er 40 ára í dag þótt ótrúlegt megi virðast. Því tókum við ritstjórnarfulltrúarnir yfir vefinn og ætlum að nýta tækifærið og óska Jóni innilega til hamingju með daginn.

Við hvetjum alla lesendur til að halda daginn hátíðlega, fá sér kökusneið, góðan kaffibolla eða bara eitthvað allt annað.

 

Til að gera daginn alveg extra hátíðlegan þá hvetjum við ykkur til að óska manninum til hamingju með daginn í athugasemd hér að neðan, senda honum skilaboð á Facebook eða Twitter.

Tweet: Til hamingju með afmælið @jonolafs #lapparinn #afmælis #big40

 

Það eru ekki margir sem vita þetta, en á bakvið nördinn liggur fyrrum fyrirsæta, að því tilefni látum við fylgja eina af hans betri myndum frá hans merka fyirsætuferli, hér er hann að taka þátt í fyrirsætukeppni karla árið 1992 í Sjallanum. Þar atti hann kappi við ekki ómerkari menn en Arnar Grant, við reiknum með að Jón hafi unnið þessa keppni.

model_jon

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira