Heim MicrosoftWindows ServerExchange Exchange – Vinna með PST skrár

Exchange – Vinna með PST skrár

eftir Jón Ólafsson

Það þekkja flestir PST skrár sem hafa unnið eitthvað með Outlook póstforritið frá Microsoft en þetta er skrá sem getur innihaldið allt frá einni möppu, bara tengiliðir, dagatal eða einfaldlega allt pósthólf notenda með öllum gögnum.

Oft er gott að hafa leiðir til þess að færa notendur af póstþjóni yfir í PST til að losa pláss eða ef notendur hætta því þá hafa þeir svo sem ekkert lengur að gera á póstþjóninum sjálfum. Ég fór að skoða þetta fyrst þegar ég vildi færa auka pósthólf (e. Online Archive) notenda aftur inn í aðalpósthólfið hans og þessi færsla er því tvískipt en ég hef notað þetta á Exchange 2010 og 2013

 

Fyrst þarf að gefa notenda réttindi til þess að flytja inn og út PST skrár en þetta er allt gert í Exchange Management Shell (EMS)

New-ManagementRoleAssignment -Role “Mailbox Import Export” –User DomainAdminNotandi

 

Hér er aukapósthólf (e. Online Archive) notenda fært yfir í PST skrá.

New-MailboxExportRequest –Mailbox “test”  -IsArchive -FilePath \\192.168.x.x\testarchive.pst

Eins og sést þá er hér Archive fyrir notenda “test” flutt út á netdrif sem testarchive.pst en hér er mikilvægt að hafa “-IsArchive” með því þetta gefur til kynna að ég vilji bara archive hólfið.

 

Ef notenda hættir og er ekki með auka pósthólf þá er nóg að gera eftirfarandi skipun og eyða síðan pósthólfi af þjóni eftir að staðfest hefur verið að vinnslan sé búinn.

New-MailboxExportRequest –Mailbox “test”  -FilePath \\192.168.x.x\test.pst

 

Svona er hægt að fylgjast með hvernig þessar vinnslur ganga

Get-MailboxExportRequest

 

 

Núna vill ég kominn með PST skrá sem inniheldur allt sem í aukapósthólfi er og því get ég slökkt á Archive virkni á viðkomandi notenda. Næsta sem ég vill gera er að flytja Archive pósthólfið inn í aðalpósthólf notenda en ég get valið hvort göngnin fari í upprunalegu möppur eða í sérstaka möppu í pósthólfi viðkomandi.

 

Svona flyt ég Archive PST skránna inn í aðalpósthólf notenda en muna verður að slökkva á Archive virkni hjá viðkomandi notenda fyrst því annars munu gögnin færast aftur yfir í Archive pósthólfið.

New-MailboxImportRequest -Mailbox “test” -FilePath \\192.168.x.x\testarchive.pst

 

Svona flyt ég Archive PST skránna inn í ákveðna möppu í pósthólfi notendans.

New-MailboxImportRequest -Mailbox “test” -FilePath \\192.168.x.x\testarchive.pst -TargetRootFolder “Gamall póstur”

 

Svona er hægt að fylgjast með hvernig þessar vinnslur ganga

Get-MailboxImportRequest

 

Ef ég gef mér sem sagt að notandi Test hættir þá er skiptir máli hvort hann sé með Online Archive eða ekki.

Ef hann er með Online Archive þá þarf að

  1. Afrita Archive pósthólf yfir í PST
  2. Næst er best að slökkva á Archive virkni hjá viðkomandi notenda
  3. Flytja Archive PST inn í aðalpósthólfið.
  4. Þegar það er búið þá er hægt að flytja allt pósthólfið út í PST og eyða því af póstþjóni

Ef hann er ekki með Online Archive þá er hægt að flytja allt pósthólfið út í PST með einni skipun og eyða því síðan af póstþjóni þegar vinnslan er búið.

Það eru persónuverndar atriði hér sem ég tek svo sem ekki tillit til í þessari færslu og þær pælingar því á ábyrgð þess sem framkvæmir þetta.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira