Heim MicrosoftWindows Server Clean Disk í Windows Server

Clean Disk í Windows Server

eftir Jón Ólafsson

Microsoft ákvað að fjarlægja Clean Disk úr Windows Server útgáfum sem komu út eftir Server 2003. Clean Disk er þægilegt tól sem hægt er að nota til þess að renna sjálfkrafa yfir stýrikerfið til þess að eyða gömlum og ónotuðum skrám og þannig búa til meira pláss á disknum.

Kerfisstjórar þurfa að skoða hvað Clean Disk eyðir áður en þetta er framkvæmt

Það er hægt að virkja þetta á tvo vegu eða með því að virkja kost (e. feature) sem heitir Desktop Experience en það virkjar einnig Media Player, þemur og önnur forrit sem öllu jafnan eiga ekki að vera virk á netþjóni. Hin leiðin er að finna Clean Disk og afrita á réttan stað, einfalt og mjög fljótlegt.

 

Cleanmgr.exe  á að fara í  %systemroot%\System32
Cleanmgr.exe.mui  á að fara í  %systemroot%\System32\en-US

Staðsetningar á þessum skrám eru hér að néðan en þú gerir bara copy/paste yfir í rétta möppu

 

Windows Server 2012 – 64-bit

C:\Windows\WinSxS\amd64_microsoft-windows-cleanmgr.resources_31bf3856ad364e35_6.2.9200.16384_en-us_b6a01752226afbb3\

C:\Windows\WinSxS\amd64_microsoft-windows-cleanmgr_31bf3856ad364e35_6.2.9200.16384_none_c60dddc5e750072a\

 

Windows Server 2008 R2 – 64-bit

C:\Windows\winsxs\amd64_microsoft-windows-cleanmgr_31bf3856ad364e35_6.1.7600.16385_none_c9392808773cd7da\

C:\Windows\winsxs\amd64_microsoft-windows-cleanmgr.resources_31bf3856ad364e35_6.1.7600.16385_en-us_b9cb6194b257cc63\

 

Windows Server 2008 – 64-bit

C:\Windows\winsxs\amd64_microsoft-windows-cleanmgr.resources_31bf3856ad364e35_6.0.6001.18000_en-us_b9f50b71510436f2\

C:\Windows\winsxs\amd64_microsoft-windows-cleanmgr_31bf3856ad364e35_6.0.6001.18000_none_c962d1e515e94269\

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira