Heim MicrosoftWindows Mobile Íslenskt heimasímanúmer í Windows Phone

Íslenskt heimasímanúmer í Windows Phone

eftir Jón Ólafsson

Ég las fyrir skemmstu leiðbeiningar um hvernig hægt er að setja upp íslenskt heimasímanúma í Android síma og það rifjaði upp pirringur hjá mér þegar ég uppgvötvaði að þetta væri ekki innbyggt í Windows Phone.

Íslenskt heimanúmer í farsíma er alls ekkert nýtt svo sem en þetta kallast yfirleitt nethringing (e Internet Calling). Þetta er í raun og veru SIP notandi í símstöð hjá símafyrirtæki og með honum getur notandi hringt yfir þráðlaust net eða 3/4G eins og hann væri með heimasíma í stað farsíma. Þetta þýðir að mínúndugjalda í heimasíma er mun lægra eða ókeypis og er þetta sérstaklega eftirtektarvert þegar ferðast er því þá er hægt að vera staddur erlendis, í netsambandi og hringt á sama gjaldi og hringt væri úr venjulegum borðsíma á Íslandi.

Þó svo að þetta sé ekki innbyggt þá er nú orðið frekar einfalt að gera þetta á Windows Phone. Notendur þurfa að vera með Tölvusíma frá Símanum, Vodafone, Tal eða Hringdu, sækja forrit (tengill að neðan) og setja upp.

 

Ég mundi skoða þetta alvarlega ef eitthvað af þessu á við um þig

  1. Villt spara kostnað í samskiptum við Ísland vegna búseta eða lengri ferðalaga í útlöndum.
    Þá ertu með “íslenskan heimasíma” í farsímanum þínum, eina sem þarf er netsamband.
  2. Ef þú hringir mikið í borðsíma úr farsímanum.
  3. Ert með fyrirtæki sem eru með IP síma og vilt hafa á farsímanum sama SIP notenda og er á borðsíma.
  4. Ef þú vilt fá þér tölvusíma hjá símafyrirtæki og geta áframsend borðsíma í hann.

 

Þó svo að ég miði þetta við Linphone þá eru þónokkur önnur forrit sem gera það sama eða sambærilegt, mér líkar bara best við þetta.

 

Fyrst er Linphone opnað og farið er í Settings.

wp_ss_20140206_0001

 

Þar er smellt á SIP account til að setja inn notenda upplýsingar en eru bara fjörgur atriði sem þarf að setja inn.

  1. Username     –  sem er símanúmerið
  2. Auth userid     –  sem er símanúmerið
  3. Leyniorð
  4. Domain    –  upplýsingar fást hjá símafyrirtæki

 

wp_ss_20140206_0002    wp_ss_20140206_0003

 

Hjá Símanum er domain tolvusiminn.siminn.is og er líklega einfalt að fá upplýsingar um þessar stillingar hjá öðrum símafyrirtækjum.

Síðan er smellt á save til að vista stillingar og þá er íslenski heimasíminn tilbúinn til notkunar.

 

Smelltu hér til að sækja Linphone

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira