Heim MicrosoftWindows 8 Forritaleysi á Windows Phone

Forritaleysi á Windows Phone

eftir Jón Ólafsson

Fyrir marga sem hafa ekki prófað Windows Phone (WP) síma þá er þessi fyrirsögn það eina sem fólk “veit um kerfið” þar sem þessu hefur verið haldið á lofti af ansi mörgum fanboys “sérfræðingum” aftur og aftur og aftur og aftur. Þetta meinta forritaleysi er að miklu leiti tilbúin þörf fyrir forritum fyrir hinar ýmsu þjónustur sem notendur eru að nota eða hafa heyrt um.

Ég segi meint forritunarleysi því flestir finna sér eitthvað hér.

Ég var með helling af forritum uppsett í Android símanum sem ég “gat ekki lifað án” en flest voru þetta forrit sem ég hafði sótt mér en notaði mjög sjaldan eða aldrei. Því settist ég saman lista yfir forrit eða virkni sem ég notaði í Android og skilgreindi í tvo flokka: 1) nauðsyn 2) óreglulega 3) óþörf

Nauðsyn
Tölvupóstur*  –  Tengiliðaskrá*  –  Dagbók*  –  Myndavél*  –  Góður vafri*  –  Leiðsögutæki*  –  Facebook**  –  Twitter**  –  Skydrive samvirkni*  –  SharePoint samvirkni (þetta virkar ekki eða mjög illa í iOS og Android)  –  Skype  –  Skjalavinnsla (Office*)

Nota óreglulega
Instagram  –  Vasaljós  –  Netflix  –  Foursquare  –  Reiknivél*  –  Leikir  –  Tónlistarspilari*

Óþörf
Allt annað

* = er innbyggt í WP
** = innbyggt en ég sæki samt alltaf appið sjálft

Annað er ma. hægt að finna hér

 

Með því að taka saman svona lista þá er einfallt að sjá að öll forrit sem ég notaði að staðaldri voru til í WP en þennan lista gerði ég fyrir 12 mánuðum og síðan þá hefur forritum fjölgað um helming og því úrvalið alltaf að aukast af “nauðsynlegum forritum”   🙂

 

Ekkert Instagram mýtan !!
Tækni- og fréttamiðlar hafa hamrað hressilega á Instagram síðan WP kom á markað. Instagram-leysi var að vissu leiti staðreynd þar til fyrir mánuði síðan þegar Instagram (Official Instagram forrit) kom. Það hafa samt lengi verið til forrit sem gera “það sama” en þetta eru oft kölluð 3rd party forrit en þau hafa svipaða/sömu eða stundum betri/meiri virkni en opinber forrit. Þrátt fyrir að það sé bara tæpur mánuður síðan Instagram kom á WP þá hef ég engu að síður notað Instagram forrit mest allan þennan tíma sem ég hef notað WP og þar sem 6tag er betra en official þá held ég mig enn við það.

Þegar official forrit koma á WP þá fara tæknibloggarar af stað og finna næsta stóra app sem “vantar” en eftir að Instagram kom þá hefur Snapchat verið nefnt æ meira. Ég hafði ekki notað Snapchat áður og saknaði þess því ekki sjálfur. Þetta hefur samt verið leyst með nokkrum öppum eins og t.d. Swapchat eða 6snap sem nýtur mikilla vinsælda núna. Það er sem sagt ekki alltaf til forrit frá viðkomandi þjónustu en það eru oft að finna lausnir frá 3rd party forriturum.

 

Bezt í heimi  (miðað við höfðatölu)
Punkturinn sem ég vildi vekja athygli á er að það er alveg sama hversu mörg forrit verða í boði fyrir WP notendur, “sérfræðingar” munu alltaf finna app sem vantar og gera það að stóra málinu. Það er ekki eitthvað eitt kerfi sem er “best í heimi” hvort sem það er Android, WP eða iOS því öll hafa þau sinn styrkleika en þessi umræða um forritaskort er orðin æði útþynnt. Það sem er skrifað í íslenskum miðlum um tæknimál virðist allavega sorglega oft vera étið órýnt upp eftir erlendum miðlum eða einfaldlega byggt á vanþekkingu hjá viðkomandi aðila.

Þetta á reyndar ekki bara við um WP svo sem því það er einfaldlega ekki í tísku að skrifa jákvæða hluti um Microsoft. Ég las t.d. íslenska grein í gær og þar var ma. eftirfarandi fullyrðing: “Windows 8 er ekki besta spjaldtölvustýrikerfi” án frekari útskýringa en svona órökstuddar yfirlýsingar útskýra ágætlega hvað ég á við.

Þar var verið að prófa fartölvu sem hægt er að breyta í spjaldtölvu, þessi vél keyrir fulla útgáfu af Windows 8 sem þýðir að notendur geta þannig gert allt það sama og í venjulegri PC tölvu. Ég veit ekki til þess að önnur “spjaltölvustýrikerfi”  en Windows bjóði uppá tugi milljóna forrita eða að hægt sé að tengja við þau öll venjuleg jaðartæki…. en það gæti verið rangt hjá mér   🙂

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira