Heim MicrosoftWindows XP Ertu enn að nota Windows XP?

Ertu enn að nota Windows XP?

eftir Jón Ólafsson

Uppfært: Upplýsingar um Apple stuðning.

Það þekkja flestir og hafa notað Windows XP stýrikerfið frá Microsoft en það kom fyrst út í ágúst 2001 og fór síðan í almenna sölu í oktober sama ár. Ótrúlegt að það eru rúmlega 12 ár síðan það kom út en ég man enn eftir þegar ég uppfærði úr Windows 2000.

Ég ákvað að taka smá pistill saman um Windows XP þar sem stuðningur frá Microsoft við kerfið mun enda í Apríl 2014 og velta fyrir mér hér að neðan hvað það þýðir fyrir okkur notendur.

 

Windows XP kom í kjölfar Windows 2000 (þar áður var hið “gríðarvinsæla” Windows ME) og er fyrsta kerfið sem byggt er á Windows NT kernel sem er skrifaður í C, C++ og assembly.. Windows XP varð fljótlega svo útbreytt og vinsælt að það tók um 4 ár fyrir Windows 7 að taka fram úr Windows XP að vinsældum. Enn í dag er Windows XP næst vinsælasta stýrikerfið í heiminum samkvæmt gögnum frá Netmarketshare. Windows 7 var sent til framleiðenda (OEM) í júlí 2009 og kom síðan í almenna sölu í oktober sama ár og átti að leysa Windows XP af hólmi.

 

Samkvæmt Netmarketshare þá er þetta meðaltal skiptingar milli stýrikerfa síðustu 4 mánuðu

  1.    90% – Windows
  2.      6% – Annað
  3.      4% – Mac OS X

 

Nánari skipting  milli stýrikerfa

Júlí til oktober 2013

windows

Mánuður Win 7 Win XP Win 8 Vista Mac OS X Annað
Júlí 44,5% 37,2% 5,4% 4,2% 3,3% 5,4%
Ágúst 45,6% 33,7% 7,4% 4,1% 3,4% 5,8%
September 46,4% 31,4% 8,0% 4,0% 3,7% 6,5%
Oktober 46,4% 31,2% 7,5% 3,6% 3,3% 7,9%

 

Af þessu má sjá að notkun á Windows XP hefur minnkað um 6% þessa síðustu fjóra mánuði en er samt enn rúmlega 31%. Athyglivert líka að samanlagt hefur Windows minnkað sinn hluta úr 91.3% í júlí niður í 88.8% í oktober, á móti vex “annað” um þessi 2.5% meðan Mac OS X stendur í stað með sín rúm 3%. Eftir

Það kemur svo sem ekki á óvart að Windows 7 hafi bætt við sig á þessum tíma þar sem fyrirtæki eru enn að uppfæra úr Windows XP í Windows 7 en reikna má með því að Windows 7 verði stutt af Microsoft í mörg ár í viðbót eins og sjá má hér.

 

Afhverju hættir Microsoft að styðja við söluhæðsta stýrikerfið sitt?

Microsoft styður vitanlega enn við Windows og mun gera áfram, þetta er bara spurning um stuðning við XP útgáfu sem kom út fyrir rúmlega 12 árum síðan. Ég held að svona langur stuðningur sé einsdæmi í hugbúnaðargeiranum. Ef þetta er borið saman við t.d. Apple þá endar stuðningur þeirra við gamlar útgáfur á næstnýjustu útgáfunni. Þeir gefa svo sem ekkert út um þessi mál en yfirleitt er það n-1 þar sem n er nýjasta útgáfan og n-1 er þá næst nýjasta sem segir mér að þeir styðji kerfin í um 3 ár (undantekning er Snow Leopard).  svo til á sama tíma og ný útgáfa kemur út (endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt).
Hvað gerist þegar styðningi lýkur?

Það gerist ekkert stórvægilegt, þú getur ennþá ræst upp tölvuna og notað hana eins og þú gerir í dag en það sem skiptir mestu máli er að Microsoft hættir að gera öryggisuppfærslur fyrir stýrikerfið. Ef það finnst brestur í kerfinu þá mun Microsoft ekki útbúa öryggisuppfærslu fyrir Windows XP sem hingað til hafa verið aðgengileg á Windows Update.
Hvað eiga fyrirtæki að gera?

Mjög einfalt svar við þessu… uppfæra – uppfæra – uppfæra ef vélin er nettengd.

Flestar tölvur sem keyra Windows XP eiga að ráða ágætlega við Windows 7 eða Windows 8. Þau fyrirtæki sem eru með MS samning (td OVS) geta vitanlega uppfært í þá útgáfu sem hentar best. Önnur kaupa kerfi með nýrri vél, fullar útgáfur, uppfærslur af netinu eða leita sér ráðlegginga hjá sérfræðingum. Það er ekkert mál að spara sér penning í þessum málum og mikilvægt að leita ráða hjá einhverjum sem veit hvernig þetta virkar allt saman.
Hvað eiga einstaklingar að gera?
Ég vill meina að það þurfi að uppfæra allar nettengdar tölvur…

Það er hægt að kaupa Windows 7 eða Windows 8 á netinu eins og sjá má hér. Uppsetningarferlið er ekki svo flókið í dag (muna að taka afrit af gögnum áður en eitthvað er gert) en vitanlega ráðlegg ég notendum að ráðfæra sig eða fá einhvern vanan aðila til að gera þetta fyrir sig.
Ég er með sérhæft eða sérskrifað forrit sem virkar bara í Windows XP. Hvað á ég að gera??

Það eru þrjár aðferðir sem ég nota fyrir svona forrit.

  1. – Set upp Windows 7/8 og stilli Compability Mode fyrir viðkomandi forrit og ræsi það þannig upp
  2. – Ef það virkar ekki í Windows 7 þá nota ég Virtual PC eða Windows XP Mode , meira info hér.
  3. – Best líkar mér þó að nota Hyper-V í Windows 8 en þetta er enterprise lausn sem bara virkar, sýndar stýrikerfi on-the-fly.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira