Heim ÝmislegtRitstjóri Verðkönnun á minniskorti

Verðkönnun á minniskorti

eftir Jón Ólafsson

Þar sem ég er á biðlista eftir Nokia Lumia 1520 þá vildi ég kaupa mér nýtt microSD kort í hann og hafa tilbúið. Síminn kemur ekki strax í sölu og því langaði mig að prófa þessa AliExpress síðu sem hefur verið í umfjöllun fjölmiðla síðustu daga og vikur.

Það eru til nokkrar tegundir af minniskortum sem tryggja notenda mismikinn lágmarkshraða, yfirleitt eru til sölu Class 4 sem tryggir að lágmarki 4MB/s eða Class 10 sem tryggir að lágmarki 10MB/s. Ég vill meina að flestum dugar Class 4 en ef myndir eru stórar (margir MP) þá getur komið hik á vinnslu myndavélar ef hún er lengi að vista myndir á kortið, myndast flöskuháls.

 

Mér langar að sýna ykkur dæmi um verðlagningu á 64GB microSD minniskorti (Class 10) og sést bæði verð per stykki og síðan á 20 stykkjum.

Forsendur

  • Gengi USD er 125 krónur.
  • AliExpress verð er með flutningskostnaði til Íslands en ekki með aðflutningsgjöldum.
  • Líklega gagnrýnivert en ég ber ekki saman gæði kortana.
  • Kortið sem ég keypti af AliExpress var um 20 daga á leiðinni, verð er heimkomið með öllu.
  • Öll verð eru tekinn að morgni 14.11.2013.

 

Stykkjaverð verð 20 stk Stærð í GB Kost USD flutn USD
AliExpress          1.485              29.704               64 230 7,63
Hátækni          6.995           139.900               32   
Tölvulistinn          8.900           178.000               32  
Síminn        13.900           278.000               64
Vodafone        13.990           279.800               64
Tölvutek        24.900           498.000               64

 ATH:   Hátækni og Tölvulistinn eru ekki með 64GB en ég leyfði 32GB að vera með til samanburðar

 

Þó svo að “hér hafi verið hrun” og allir kenni helvítis ríkisstjóninni um margt, þá trúi ég þvi varla að þessi verðmunur sé þeim að kenna. Það er allavega hægt að leiða líkur að því að mögulega eru álagningar tölur innflytjenda nokkuð hressilegar.

 

Hvað finnst þér?

1 athugasemd

Steini Thorst 14/11/2013 - 15:46

Þetta AliExpress kort sem á að minna á Kingston er ekki Kingston.
Þú getur auðvitað líka keypt iPhone í Kína sem er ekki iPhone. Og Lumia líka með Android 2.1 stýrikerfi og allt á súperflottum verðum,….en gerir basicly það sama og vörurnar sem verið er að líkja eftir og feika, þ.e. að hringja og komast á netið, for a while 🙂
http://www.aliexpress.com/item/New-add-original-Logo-5C-i5-dual-core-phone-4-0-IPS-5MP-1G-RAM/1443570825.html

Ég lenti einu sinni í því að kaupa “kína” minniskort í miklu magni sem ég á endanum þurfti að henda stórum hluta þeirra.

Just saying 🙂

Álagningarumræða íslenskra verslana er á miklum villugötum því of margir telja hana vera mikla á sama tíma og hún er alltof oft alltof lítil og það er staðreynd. Verslunareigendur eru ekki að ríða feitum hesti frá sínum business, því miður.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira