………..  þessi færsla er í vinnslu

Ég fagna tillögum frá lesendum hér að néðan eða á Facebook síðu okkar…

 

 

Ég tók þátt í skemmtilegri umræðu á Twitter þar sem nokkrir aðilar voru að bera saman bækur sínar varðandi notkun á íslenskum orðum í tækniumræðu. Þeir sem tóku þátt ásamt mér voru meðal annars landsliðsmenn eins og

 

 

Mobile

Samheitir yfir símtæki og spjaldtölvur. (Mögulega fartölvur?)

Nota:  Snjalltæki

Hugmyndir:  “Hvar og hvenær sem er” – Fartæki

Forðast:

 

APP

Forrit sem eru sér smíðuð fyrir snjalltæki

Nota:  Forrit eða mögulega smáforrit (forrit fyrir snjalltæki)  –  app/öpp

Hugmyndir: Stefja – forritsstubbur – forritlingur

Forðast:

 

Lag

Átti við hug- eða vélbúnað sem stoppar eða hikar í eðlilegri vinnslu (Sími sem laggar)

Nota:  hikst  –  (vélar hiksta í vinnslu)

Hugmyndir: hik  –  biðtími  –  bið  –  töf

Forðast:

 

Jailbreak og Root

Átti við snjalltæki (iOS eða Android) sem er búið að “hack´a”… en þá eru lokanir framleiðenda fjarlægðar og því hægt að setja annað eða breytt stýrikerfi inn á símtækið – þetta skemmir ábyrgð símtækis í nær öllum tilfellum.

Nota: Kerfisopnun

Hugmyndir:  Grunnopnun  –  frelsa (of sterkt og rangt)  –  aflæsing (á frekar við um unlock)  –  iFrelsun

Forðast:  Jailbreak og Root

 

Platform

Frekar sveiganlegt hugtakt og getur átt við um vél- og hugbúnað eins og t.d.  –  Linux eða Windows  –  ARM eða x86  –  Java vs Ruby on Rails  –  Snjalltæki vs Leikjatölva

Nota:  Grunnur  –  Verkvangur  (Tölvuorðasafn)

Hugmyndir:

Forðast:

 

OS – Operating System

Hugbúnaðarkerfi eins og Windows, MS-DOS, Linux, Android, Windows RT, iOS, OSx og Windows Phone.

Nota:  Stýrikerfi

Hugmyndir:

Forðast:

//
OS Version er þá útgáfa af stýrikerfi eins og t.d. Windows 7, Windows 8, Windows 8.1, Windows RT 8.

 

 

Vélbúnaðarflokkar

Flokkun er erfiðari en hún var…  svona er þetta í mínum huga

 • Tölva (PC)
  Borðtölvur eins og þær hafa verið síðustu áratugi, óháð stýrikerfi.
 • Fartölva (PC)
  Hefðbundin fartölva sem er með áföstum skjá og lyklaborði, óháð stýrikerfi.
 • Snjallsími
  Blanda af farsíma og tölvu en á þeim getur notandi sótt og sett upp forrit til að bæta virkni símtækis. Snjallsímar eru með fjölsnertiskjá, myndavél, GPS og allskonar skynjurum. Má segja að þetta hafi allt byrjað með iPhone sem leystu af hólmu feature phone síma eins og Symbia frá Nokia og Blackberry.
 • Spjaldtölva
  Dæmi: iPad, Surface2, Android… sem sagt spjaldtölva sem keyrir á ARM platform (vantar orð)
 • Blendingur (e. hybrid – PC)
  Tölva í spjaldtölvuskrokki en notar sama stýrikerfi og borð- og fartölva (x86 forrit). Dæmi um þetta er Surface Pro vélar frá Microsoft sem eru sannarlega í spjaldtölvuskrokki en virka annar alveg eins og venjulegar Windows tölvur.
 • Snjalltæki
  Hér set ég almennt snjallsíma og spjaldtölvur

 

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir