Heim MicrosoftWindows Mobile Nota innbyggt Facebook spjall

Nota innbyggt Facebook spjall

eftir Jón Ólafsson

Ég skil þá sem kvarta yfir spjallinu í Facebook appinu, það hefur lagast helling en er enn ekki næginlega gott. Það virkar og dugar kannski flestum en það er önnur leið sem margir eru farnir að nota æ meira og það er að nota innbyggða virkni í Windows Phone.

Til þess að virkja þetta þarf bara að tengja símann við Facebook og síðan setja spjall stöðu á available en svona gerir þú þetta.

 

Tengja síma við Facebook

  1. Af Heimaskjá, strúka til vinstri og finna settings Settings > email+account
  2. Ef Facebook er ekki í listanum þá smellir þú á add a account
  3. Þar smellir þú á Facebook og innskráir þig með notendanum þínum
  4. Það tekur nokkrar mínúndur að samstilla tengiliði með símanum

 

Nota innbyggt messenger spjallforrit

  1. Af Heimaskjá smella á SMS appið og þar neðst fyrir miðju er mynd af kalli sem er smellt á
  2. Þar er sett á available til að nota Facebook spjallið
  3. Smelltu einnig á … neðst til hægri og opnaður settings og gerður Facebook chat virkt.
  4. Þegar hefja á samræðu þá er smella á + merki eins og venja er með SMS og nafnið slegið inn en þá sést Facebook fyrir néðan nafnið.

 

spjallid

 

Með þessu þá lifnar People appið líka við og þú ferð að fá stöðuuppfærslur hjá vinum þar eða þegar þú ert að hringja í þá. Einnig taka þeir profilemynd af Facebook og oft fyndnar myndir sem maður sér þegar vinir hringja.

Ef þú vilt ekki hafa Facebook tengiliði eða dagbók á símanum þá er einfalt að slökkva á því með þessum einföldu leiðbeiningum

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira