Heim MicrosoftWindows 8 Microsoft hefur sölu á Surface 2 á þriðjudag

Microsoft hefur sölu á Surface 2 á þriðjudag

eftir Jón Ólafsson

Það vita flestir að Microsoft hóf innreið sína á spjaldtölvumarkaðinn seint á síðasta ári með Microsoft Surface vélunum sínum. Lapparinn prófaði bæði Surface RT og síðan Surface Pro vélarnar og er því æði spenntur að sjá hvernig útgáfa tvö af Surface verður.

Hér er skemmtilegt Surface 2 myndband frá Microsoft

 

Það hafa verið gerðar töluverðar breytingar á vélunum, ekki svo sem miklar að útliti en vélbúnaðurinn hefur verið uppfærður töluvert með áherslu á betri rafhlöðuendingu og mun betri rafhlöðuendingu.

Surface Pro sem kom út í fyrra er frábær vél að mínu mati en nýja vélin keyrir venjulegt Windows 8.1 Pro og er því hægt að nota öll venjuleg Windows forrit á henni, tengja við domain, prenta með öllum prenturum o.s.frv. Það voru samt nokkrar málamiðlanir í fyrri vélinni sem er búið að laga í þessari en ég prófaði að nota Surface Pro 1 eingöngu í vinnu og gekk það mjög vel.

 

Hér fjalla aðalhönnuðir Microsoft um Surface 2 og hvert markmið þeirra var.

 

Microsoft vildi sem sagt ekki endurhanna vélina heldur einbeita sér að því að gera góða vél enn betri og miðað við það sem ég hef lesið um hana er aldrei að vita nema Surface Pro 2 verði næsta vinnuvélin mín?

 

Surface Pro 2

 • 4GB af vinnsluminni með 64GB eða 128GB SSD harðdiski
  8GB af vinnsluminni með 256GB eða 512GB SSD harðdiski
  Hér er nauðsynlegur lestur um geymsluminni í Surface.
 • Ný kynslóð af i5 Intel örgjafa sem kallaður er Haswell en samkvæmt Intel mun hann
  Auka afköst um 20% – Auka grafík afköstu um 60% – Lengir rafhlöðuendingu um allt að 75%
  Svakalegar tölur en samkvæmt Microsoft verður þetta hraðasta vélinn á markaðnum í þessum flokki og með betri rafhlöðuendingu náðu þeir að setja enn betri skjá á Surface Pro 2.
 • Nýr standur (kickstand) með tveimur stillingum, kannski hægt að segja að núna sé vélina með á borði- og í kjöltu stillingar. Fyrri útgáfa af Surface var “bara” með einni stillingu og fannst mörgum sú stilling henta ekki ef vélin var á löppum notenda.
 • Vélin er svipað stór en nú aðeins þynnri
 • Rafhlöðuending Surface Pro var það sem mest var sett útá með aðeins um 4 tíma endingu en í nýrri vél er hún gefinn upp með 7-8 tímar endingu sem er  stórkostlegt miðað við hversu öflug þessi vél er.
 • Vélin kemur með Windows 8.1 Pro
 • Þeir sem kaupa Surface 2 í vefverslun Microsoft fá ókeypis 200GB af Skydrive geymslu í 2 ár sem er frábær kaupauki.
 • Þeir fá einnig annað kaupauka sem er Skype árskrift í eitt ár með Skype Unlimited World áskrift sem þíða ókeypis hringingar í landlínur 60 landa og unlimited Skype WiFi.

Hér er hægt að forpanta vélina en 64GB kostar $899, 128GB kostar $999, 256GB með 8GB RAM kostar $1299 og 512GB með 8GB RAM kostar $1799.

 

Hér má sjá tvær stöður á kick standi

new-kickstand

 

Surface 2

Surface 2 hét áður Surface RT og fékk nokkuð misjafna dóma. Ég var mjög ánægður með þessa vél samanborið við Android og iPad en í dag velti ég fyrir mér hvort þessi vél skipti neytendur einhverju máli eins og ég velti fyrir mér hér. Þessi vél er engu að síður mjög flott uppfærsla frá fyrri vél sem byggir á styrkleikum Surface RT og lagar flesta veikleika hennar.

 • Fjórkjarna Tegra 4 örgjörvi sem ætti að skilja fyrri kynslóð eftir í ryki
 • 2GB af vinnsluminni
 • 32GB eða 64GB útfærslur. Hér er lífsnauðsynlegur lestur um geymsluminni á Windows vélum.
 • Nýr standur (kickstand) með tveimur stillingum, kannski hægt að segja að núna sé vélina með á borði- og í kjöltu stillingar. Fyrri útgáfa af Surface var “bara” með einni stillingu og fannst mörgum sú stilling henta ekki ef vélin var á löppum notenda.
 • Vélin er svipað stór en nú aðeins þynnri
 • Rafhlöðuending Surface 2 er frábært en hún er gefinn upp með 10 tíma endingu ásamt 7-15 daga biðtímalífi (idle life)
 • Vélin kemur með Windows 8.1
 • Þeir sem kaupa Surface 2 í vefverslun Microsoft fá ókeypis 200GB af Skydrive geymslu í 2 ár sem er frábær kaupauki
 • Þeir fá einnig annað kaupauka sem er Skype árskrift í eitt ár með Skype Unlimited World áskrift sem þíða ókeypis hringingar í landlínur 60 landa og unlimited Skype WiFi.

Hér er hægt að forpanta vélina en 32GB útgáfan kostar $449 og 64GB kostar $549

 

 

Til viðbótar við vélarnar sjálfar þá kynna Microsoft til sögunar fullt af spennandi aukahlutum sem auka notagildi vélanna. Ég ætla svo sem ekki að telja allt upp enda einfalt að skoða hér.

Það sem vekur helst athygli mín a er samt Docca fyrir Surface Pro (orginal) og Surface Pro 2 sem vélarnar smella í

microsoft-surface-pro-2-in-docking-station-rear-view_slideshow_main

Á doccunni eru með tengi fyrir:

 • Hleðslutæki
 • 1x USB 3
 • 3x USB 2
 • 10/100 netkort
 • 3.5mm hljómtengi fyrir hátalara eða heyrnartól og line in
 • 1x mini display port.
  Eftir því sem ég get best séð þá er þetta version 1.2 sem býður upp á raðtengja (daisy chain) allt að 4x skjái sem styðja allt að 1920×1200 upplausn.

 

surface-pro-2-docking-station

 

Núna mega jólin koma fyrir mér.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira