Flestir tækjasjúklingar þekkja tilfinninguna þegar nýtt tæki er tilkynnt, eitthvað tæki sem hann verður að kaupa… STRAX !!

Ég kannast aðeins við þetta en ég skipti mjög reglulega um símtæki, sumir spreða penning í veiði en ég í svona “nauðsynjar”. Yfirleitt hef ég átt mjög auðvelt með að selja notuð tæki á hinum og þessum spjallborðum eða bara á Facebook en mig hefur samt alltaf langað í sér sölutorg í þetta.

Allavega þá ákvað ég að henda upp Til Sölu / Óskast söluborði sem þið getið notað að vild, vitanlega algerlega ykkur að kostnaðarlausu.

 

Slóðin er:  tilsolu.lappari.com

 

Ég mæli með að þú skoðir þetta og endilega auglýsir ef þú er með tæknibúnað sem þú vilt selja eða ef þig vantar eitthvað.

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir