Heim MicrosoftWindows 8 Lesa Fréttablaðið í Windows 8, RT og Phone

Lesa Fréttablaðið í Windows 8, RT og Phone

eftir Jón Ólafsson

Fréttablaðið er búið að gefa út app fyrir Android og iOS eins og t.d. fjallað um á Einstein.is. Samkvæmt 365 er app á leiðinni fyrir Windows Phone en við þurfum ekki að bíða eftir því.

Þetta nýja app er “bara” venjulegur PressReader sem opnar default bara Fréttablaðið, appið bíður ekki uppá neina aukavirkni eða gildi fyrir notendur. Mér finnst því alger óþarfi að útbúa sér app þar sem ekki einu sinni er haft fyrir því að þýða appið yfir á Íslensku.

 

Til þess að opna Fréttablaðið í Windows Phone þá gerir þú eftirfarandi

  1. Sækir PressReader (tengill neðst) og opnar á símanum
  2. Strýkur frá hægri til vinstri til að opna Store
  3. Þar velur þú Iceland og þá geturðu nálgast Fréttablaðið.

 

Til að opna Fréttablaðið í Windows 8 – RT þá gerir þú eftirfarandi

  1. Sækir PressReader (tengill neðst) og opnar á Windows 8 vélinni
  2. Fréttablaðið kemur sjálfkrafa fram ef Windows 8 er stillt á Ísland
    Ef ekki þá ferðu í Sources, velur Iceland og opnar Fréttablaðið þaðan.

 

Mjög einfallt og gerir sérstakt app óþarft…   kannski er þetta flóknara á Android og iOS eða bara merki um furðulega appvæðingu Íslendinga.

 

Hér sækir þú PressReader fyrir Windows 8 og RT

Hér sækir þú PressReader fyrir Windows Phone (virkar á 7 – 7.5 – 8)
Ath Ekki komið á Íslenska market en ég er með símann minn á US og því virkaði þetta

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira