Við hér á Lappari.com höfum verið að skoða öryggismál hjá íslenskum vefum í vikunni. Við höfum bara skoðað grunnöryggisatriði eins og HTTPS vottorð á vefum þar sem notendur (þið) skráið inn upplýsingar.
Við sem notendur, eigum aldrei að skrá inn persónuupplýsingar á vefsíður sem hafa ekki Secure/HTTPS lás í vefslóðinni. Ef það er ekki lás eins og hér á Lappari.com þá ættuð þið að hafa samband við viðkomandi félag/stofnun og óska eftir úrbótum.

Skiptir máli hvort það er HTTP eða HTTPS?
- HTTP = Gamli sveitasíminn þar sem allir gátu hlustað á samtöl
- HTTPS = nútíma símkerfi þar bara sá sem hringir og sá sem svarar geta talað saman
Ég tók smá rúnt um netið í gærkvöldi og fann fljótlega um 57 vefir sem þarfnast úrbóta. Við birtum fyrstu 30 vefina hér og fylgjum eftir með hina 27 í færslu hér.
Hér eru 9 lífeyrissjóðir, 6 stjórnmálaflokkar og 15 önnur fyrirtæki. Annað hvort er allur vefurinn yfir http eða innsláttarform. Það ætti að vera einfalt að laga.
Lífeyrissjóðir
Lífeyrissjóður Verzlunarmanna

Almenni lífeyrissjóðurinn

Lífeyrissjóður bankamanna

Festa lífeyrissjóður – Búið að uppfæra – hér er gamla myndin

Frjálsi lífeyrissjóðurinn

Stjórnmálaflokkar
Renndi yfir heimasíður nokkurra stjórnmálaflokka, skráning í flesta flokka er yfir http.
Björt Framtíð

Framsóknarflokkur

Píratar – Búið að uppfæra í HTTPS – gamla myndin

Samfylkingin

Dögun

Vinstri Grænir

Fyrirtæki
Til viðbótar við fyrirtækin sem eiga enn eftir að laga eftir síðustu úttekt… þá bætum við nú þessum á skussalistann okkar.
Orkan

Olís – Búið að uppfæra – Hér er gamla myndin

VÍS – Búið að uppfæra – hér er gamla myndin

Múrbúðin

Mottumars

Lögmannafélag Íslands

Sjálfsalinn

Keflavik Airport

Isavia

Heimilistæki

HB Grandi

Eimskip – Tilboðsbeiðnir (og margt annað)

Eimskip – atvinnuumsókn

World Class

Hreyfing

Eins og fyrr segir þá eru þetta vefir sem ég datt inn á við að vafra um netið. Ég gæti líklega haldið áfram endalaust en stóra málið er að við notendur séum vakandi.
Við eigum aldrei að sætta okkur við innslátt upplýsinga (eða leyniorða) yfir http…. s.s. án þess að hafa græna lásinn í slóðinni eins og er hér á Lappari.com
Framhald af þessari færslu má sjá hér – Allar skjámyndir voru teknar aðfaranótt 15.02.2017
2 athugasemdir
Margir þessara vefja eru með https þó vefurinn vísi notendum ekki sjálfkrafa yfir á https. Það er dálítill trassaskapur að minnast ekki á það. Greinin er í raun skrifuð eins og það sé bara ekkert https í boði.
Það er eins og að keyra í hálku með nagladekkin í skottinu. Þú ert með þau með þér en notar þau ekki…
Eitt redirect á vefþjóni, af http yfir á https og málið er dautt.