Heim Microsoft Augljós vírus í tölvupósti

Augljós vírus í tölvupósti

eftir Jón Ólafsson

Stór hluti af þeim vírusum sem berast notendum í tölvupósti er nokkuð augljós eins og sést hér að neðan. Engu að síður eru margir forvitnir og smella á þessi viðhengi og það sem er þar inni og smita því vélarnar sínar.

 

Það er þrennt í þessum pósti sem mér finnst augjóslega benda til þess að þetta sé “smitaður” póstur sem notandi ætti að varast.

  1. Póstur er frá sendanda sem viðtakandi þekkir ekki og er ekki í viðskiptum við.
  2. Efni tölvupósts og viðhengi hafa ekkert við vinnu (áhugamál) viðtakanda að gera.
  3. Viðhengi er þjappað (ZIP) og þar inni er forrit (EXE)
    Ef smellt er á EXE skrá = vélin er smituð

 

virus

 

Eins og ég hef sagt áður þá eru bestu varnir gegn vírus- og malware-smitum upplýstir notendur sem hugsa áður en þeir framkvæma eða þeir sem stoppa og hugsa áður en þeir opna viðhengi eða smella á tengla í pósti eða á vefsíðum.

 

Aðalatriði

Ég vill líka minna notendur á að opna aldrei viðhengi eða smella á tengla í pósti/skype/messenger eða á t.d. Facebook frá sendendum sem þeir þekkja ekki eða ef efnið er vafasamt. Ef þið þekkið sendenda þá er ekkert að því að svara póstinum og spyrja hvað sé í viðhengi eða á bakvið tengil og afhverju það sé verið að senda þér þennan póst.

 

Hér eru nokkur atriði sem ágæt er að renna yfir varðandi varnir fyrir vinnu- eða heimatölvur.

http://www.microsoft.com/security/portal/mmpc/help/malware-help.aspx

Forsíðumynd af: coleggwent.ac.uk

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira