Heim Föstudagsviðtalið Melkorka Sjöfn Magnúsdóttir

Melkorka Sjöfn Magnúsdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 185 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Byrjum á lagi sem Melkorka söng þegar hún var 16 ára

Hér eru spotify linkar í lög sem Melkorka hefur sungið með Áttuni

Og hér er youtube linkur af tónlistarmyndbandinu ,,því ég get það”

Hver er þessi melkorka Sjöfn og hvaðan er daman?

Melkorku Sjöfn finnst skrítið að tala um sig í 3.persónu en hún er samt hress og ofvirk stelpa sem ætlar að ná langt í lífinu. Langafi minn var Þórður á Sæbóli og mér er sagt að langa-langa-langa-langa-langa amma mín sé Melkorka Mýrkjartansdóttir. Annars er ég búsett í Kópavogi með foreldrum mínum!

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa sem skemmtikraftur og söngkona hjá Áttunni ásamt því að vera með yndislega eldri konu í liðveislu sem aukavinnu. Seinustu ár hef ég brallað ýmislegt, t.d. Fór ég í nám út í Danmörku í eitt ár, vann með börnum með sérþarfir í skóla og frístund, svo hefur tíminn minn farið í það að kynnast sjálfri mér. Já svo tók ég 5 Salsa tíma í fyrra!

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég er nú ekki mikil reglu-manneskja en ég er nýbyrjuð að læra að vera fullorðin þannig svona eru dagarnir mínir búnir að vera undanfarnar vikur!

07:30 Vakna
07:31 Segi Kærastanum mínum frá svakalega drauminum mínum
07:50 Fer í sturtu
08:15 Horfi á Dr.Phil meðan ég fæ mér morgunmat
08:20 Mála mig og ákveð hvernig týpa ég ætla að vera þann dag (dularfull og sexy eða ég-vaknaði-bara-svona-haha lúkk)
08:40 Keyri í vinnuna og stilli á 89.1 í útvarpinu
09:00 Mæti í vinnuna og fer í smá hrekkjusvíns-galsa
12:00 Borða hádegismat með vinnuni
15:00 Svara mömmu í símann þar sem hún er að biðja mig um að keyra varlega
17:00 Keyri heim úr vinnuni og sendi kærastanum sms um hvað við ættum að borða
19:00 Vinna smá verkefnavinnu (leyndó ;*)
20:00-22:30 Bý til tónlist í tölvunni minni og bið Almar um að strjúka hársvörðinn á mér á meðan
23:00 Horfi á nokkrar bráðskemmtilegar stiklur úr heimildarmyndum sem kærastinn minn NENNIR ALDREI að horfa á með mér
23:30 Reyni að sofna en fer samt í smá hrekkjusvíns-galsa (sorry Almar ég er að reyna hætta)

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Það er mjög mikið að gera hjá Áttunni, erum að vinna mikið bakvið tjöldin og byrja á nýjum verkefnum sem koma í ljós seinna meir. Svo er Áttan að fara taka þátt í Eurovision þar sem Sonja Valdin og Egill Ploder syngja ,,Hér með þér” og ég ásamt öðrum snillingum verðum bakraddir!

Hvernig voru jólin hjá þér og þínum?

Ég og kæró höfðum það mega hygge í Mosó með tengdafjölskyldunni

Hvert er draumastarfið?

Ég er ófeimin við að viðurkenna að ég á mér stóra drauma og mig langar að vera Lagahöfundur, Producer, Söngkona, og skreyta tilveruna í kringum mig með tónlistinni minni. Mig langar líka að vera leikkona og búa til kvikmyndir! Þegar ég var 10 ára langaði mig að verða læknir þar til ég komst að því að það líður alltaf yfir mig þegar ég sé mikið blóð.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Ætla nú ekkert að vera monta mig en Steindi Jr og Auddi Blö hafa báðir hrósað mér fyrir Twitterið mitt.

Lífsmottó?

,,If you stumble, make it part of the dance”. Viðurkenni að ég var að leita að einhverju sniðugu á pinterest og fann þetta. Ég er samt mjög hrifin af svona skemmtilegum lífsmottó-um og allt sem tengist því að fara í hláturskast, taka lífinu ekki of alvarlega og njóta augnabliksins á við mig.

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Rokkhljómsveitin Primavera sem ég var í, vann verðlaunin Hljómsveit Fólksins í Músiktilraunum árið 2011. Einnig er ég með latt-auga sem engum datt í hug að laga þegar ég var ungabarn þannig að ef ég slaka of mikið á rennur eitt augað mitt til vinstri

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Gefa uppáhalds fólkinu mínu öllum nokkrar milljónir, fjárfesta í hús í nokkrum löndum, fara í tónlistar og leiklistarskóla erlendis og byggja mitt eigið stúdíó

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

  • Herra Hnetusmjör
  • Blaz Roca
  • Birnir
  • Joe Frazier
  • Emliana Torrini

Heeeld ég?

Býr tæknipúki í þér?

Mér finnst ég góð á tæki og tól

Apple eða Windows?

Apple

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Macbook Pro

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 7+

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir: besti sími sem ég hef átt, gallar: ég er þræll kapítalismanns

Í hvað notar þú símann mest?

Samfélagsmiðla, Hayday (þegar ég þarf að bíða einhversstaðar) og Google Drive

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Sími sem er líka myndavél! Nei biddu það er nú þegar til.

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk fyrir að lesa þetta! Fylgist með mér á twitter -> melkorka7fn, snapchat -> melkorkasjofn og instagram -> melkorkasjofn

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira