Heim Ýmislegt Hefurðu heyrt um Plex?

Hefurðu heyrt um Plex?

eftir Haraldur Helgi

Undanfarna mánuði hafa tvö forrit (þjónustur) verið að ryðja sér til rúms hér á Íslandi, þó þau séu ekki ný af nálinni.

Hér er um að ræða Plex Media Server og Kodi en hér í þessum pistli er ætlunin að stikla á stóru varðandi Plex margmiðlunarþjóninn (Kodi kemur síðar). Forritið heldur utan um bíómyndir, þætti, tónleika, tónlist og hverskonar sjónvarps og útvarpsefni sem notandinn hefur áhuga á. Margir hafa í gegnum tíðina tekið afrit af bíómyndum og þáttaseríum og geymt á tölvum og flökkurum heimilisins án þess að vera með sérstakt skipulag á þessum skrám.

 

Plex er eitt af þeim forritum sem hægt er að nota við skipulagninguna eða, kannski ekki skipulagninguna því það eina sem Plex gerir er að byggja heildstæða sýn yfir hvað er til á gagnageymslum heimilisins sem tengdar hafa verið við Plex. Má segja að viðmótið skili efninu þínu á þann hátt sem sést t.d. á Netflix þar sem hægt að sía myndir eftir leikurum, árum, leikstjórum o.s.frv.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlitsmynd frá Plex sem lýsir því í stuttu máli hvað það er sem Plex brúar.

 

Hvað þarf til að geta notað Plex?

Í sinni allra einföldustu útgáfu er svarið við þessari spurningu: Setja Plex server upp á tölvu á heimilinu eða á einhvern af þeim fjölmörgu flökkurum (NAS) sem styðja Plex (upplýsingar um stuðning).

En lengra og betur útfært svar væri eitthvað á þessa leið:

  • Gott væri að hafa tölvu sem er alltaf tengd heimanetinu og í gangi
  • Gott væri ef tölvan væri teng með snúru í router (uppá hraða að gera)
  • Diskapláss á tölvunni þarf að vera nokkuð til að geyma allt sem notandinn vill horfa á
  • Vinnsluminni og örgjörvi skipta vissulega máli en fyrir meðalstór heimili er gamla heimilistölvan sem er inni í geymslu að safna ryki oft nóg
  • Ef ætlunin er að taka afrit af DVD og Blu-Ray diskum heimilisins er gott að hafa til þess geisladrif og rétt forrit. Handbrake og Make MKV eru vel til þess fallin.

 

Hvaða græju þarf ég til að geta spilað af Plex?

Kerfið er auðvelt í uppsetningu og virðist vera komið með mikla dreifingu í snjalltækjaflórunni en á heimasíðu Plex er listi yfir “platform” og tæki sem nú þegar styðja eða koma hreinlega með Plex spilara uppsettan frá verksmiðju.

Hér gefur að sjá lista yfir tæki sem Plex gefur upp á vefsíðu sinni (05.01.17):

Vafrar

  • Chrome
  • Edge
  • Firefox
  • Internet Explorer
  • Safari

Smáforrit í síma

  • Android
  • iOS
  • Windows
  • Windows Phone

Spjaldtölvur

  • Android
  • iOS
  • Windows

Snjallsjónvörp

  • LG
  • Samsung
  • Sony
  • Toshiba
  • VIZIO
  • Roku TV

Streymistæki

  • Amazon Fire TV
  • Android TV
  • Apple TV4
  • Chromecast
  • Roku
  • TiVo

Leikjatölvur

  • PlayStation 3 & 4
  • Xbox One
  • Xbox 360

 

Ef vel er að gáð má sjá að flest ef ekki öll sjónvörp sem í boði eru á Íslandi í dag og eru kölluð snjallsjónvörp falla undir einhvern flokk hérna. Mörg Sony, Panasonic og Philips tæki keyra á AndroidTV og þar er hægt að sækja Plex á Google Play ef spilarinn er ekki til staðar í tækinu við fyrstu uppsetningu.

 

Við munum á næstu dögum fara yfir uppsetningu og stillingar á Plex ásamt því að skoða viðbætur (plugins) betur. Með þeim til t.d. hægt að texta þætti og bíómyndir um leið og þær eru spilaðar.

 

Ert þú að nota Plex?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira