Heim ÝmislegtAndroid Tól frá Google til að hlaða ljósmyndum í skýið

Tól frá Google til að hlaða ljósmyndum í skýið

eftir Jón Ólafsson

Ég nota sjálfur OneDrive fyrir ljósmyndirnar mínar og gögn en ég er þar með 1 TB geymslusvæði sem fylgir með Office 365 áskriftinni minni. Þangað fara myndir og gögn sjálfkrafa af tölvunum mínum, spjaldtölvum og öðrum snjalltækjum.

Ég hef samt aðeins verið að skoða Google Photos undanfarið þar sem ég stefni að því að fá mér Google Pixel fljótlega. Eitt af því sem heillar mig við Google Pixel er einmitt ótakmarkað geymslupláss á Google Photos sem fylgir með öllum keyptum símtækjum.

 

Ég vill eins og margir aðrir notendur, að öll samstilling milli tölvunar og snjalltækja við skýið eigi að gerast sjálfkrafa eins og gerist með OneDrive, því annars er 100% öruggt að ég gleymi því að afrita myndir af tækjunum mínum til varðveislu. Eitt við Google sem hefur lengi pirrað mig, vöruframboðið þeirra er stundum æði ruglingslegt, afhverju get ég ekki notað Google Drive (eins og ég hef alltaf gert) í stað þess að nota Google Photos til að afrita myndirnar mínar. Afhverju þarf ég sér þjónustu fyrir myndirnar og aðra fyrir gögnin mín….  #allavega

 

Eftir að hafa leitað í viskubrunn GummaJoh þá er hugsunin í stuttu máli þessi:

Google Drive er bara fyrir gögn, Google Photos er bara myndir

  • Allar myndir af Photos sjást reyndar líka inní Drive en sem sér flokkur í viðmótinu. Myndirnar eru þannig aðgengilegar í Google Drive en þó án allra krúsidúlla sem eru í Google Photos viðmótinu.
  • Google Photos appið sér um að samstilla myndum og videoum bæði í desktop og mobile meðan Google Drive appið sér um samstillingu við önnur gögn, bæði í desktop og mobile

Þó að þetta auki flækjustig aðeins þá er kostur að hægt er að vera Photos notandi en ekki Drive notandi og öfugt

 

Ég hef verið að nota Google Photos á snjalltækjum og á tölvunum mínum nota ég Desktop Uploader en þetta er forrit sem virkar á Windows, Mac ásamt því að vera til á Android og iOS. Þetta er sjálfvirk leið til að samstilla allar myndir og myndbönd af tölvunni, símtækjum og spjaldtölvum. Hafa ber þó í huga að þetta Photo sér bara um ljósmyndir og myndbönd eins og áður hefur komið fram.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira