Heim ÝmislegtAndroid Breytingar á söluferli OnePlus

Breytingar á söluferli OnePlus

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

OnePlus er eitt fyrirtæki sem selur snjallsíma, það var stofnað fyrir ca. 2.5 ári síðan og gáfu þeir út sitt fyrsta símtæki aðeins 6 mánuðum eftir að fyrirtækið var stofnað. Þeirra fyrsta símtæki fékk nafnið OnePlus One og var fljótt að byggja upp góðan orðstír með góðum vélbúnaði, hugbúnaði og verði. Til að stjórna fjölda og söluferli þá var farin sú leið að nota kaupboð (e. invite), með nokkrum undanþágum..

OnePlus þótti þetta ferli kjörið, með smá lagfæringum var það notað aftur við söluferli á OnePlus Two. En nú hefur OnePlus tekið þá ákvörðun um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Þann 14. júní mun OnePlus Three verða kynntur til sögunnar og verður svo hægt að kaupa símtækið beint af vef fyrirtækisins.

Eins og gengur og gerist þá eru nokkrir sem eru ekki mjög hrifnir af OnePlus tækjunum og hafa kvartað sáran undan þjónustu þeirra þegar eitthvað kemur uppá.

Það verður þó fróðlegt að sjá hvort það verði einhverjir íslenskir söluaðilar sem munu prófa að selja þessi tæki hérna heima á klakanum.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira