Heim Föstudagsviðtalið Linda Pétursdóttir

Linda Pétursdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 135 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver er Linda og hvaðan er hún?

Linda Pétursdóttir, 46 ára, móðir, athafnakona, grafískur hönnuður og dýraverndunarsinni svo eitthvað sé nefnt. Fyrrum Miss World. Fædd á Húsavík og síðar smyglað til Vopnafjarðar.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Hef verið í business í rúma tvo áratugi. Í dag er ég á krossgötum og að ákveða hver næstu skref verða en það er alltaf eitthvað spennandi í gangi og lífið fullt af tækifærum.

Í hjáverkum held ég úti síðunni www.lindap.is

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna oftast 5.30-6.00, hoppa í stuttbuxur, stuttermabol og strigaskó, fer út með hundinn, hugleiði, græja góðan heilsuboost fyrir okkur mæðgur, tek til nestið hennar, svara tölvupóstum að heiman, skutla stelpunni í skólann og svo förum við Stjarna (hundurinn minn) í klukkutíma göngutúr og þannig næ ég 5.000 skrefum (ca. 5 Km) fyrir kl 9 alla daga og um 10.000 skrefum fyrir dagslok. Að því loknu sinni ég verkefnum dagsins, hreyfi mig meira, hitti vinkonur í te eða lunch og nýt lífsins hér í sólinni.

 

Hvert er draumastarfið?

Ef ég þyrfti ekki að vinna mér inn fyrir salti í grautinn væri ég einhversstaðar að bjarga dýrum úr ánauð og veita þeim betra líf.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er aðallega í sólbaði og sundi hér í Kaliforníu.

 

Breytti sigurinn í Miss World 1988 miklu í lífi þínu?

Já ætli það sé nú ekki nokkuð óhætt að segja það. Ég var nýkomin heim sem skiptinemi frá Bandaríkjunum (10 kg þyngri) og stefndi aftur þangað út til að mennta mig og setjast að.

Það plan breyttist aðeins og lífið tók við og færði mér önnur verkefni.

 

Linda

 

Útlit kemur ekki af sjálfu sér, hvað gerir þú til að viðhalda glæsilegu útliti?

Ég lifi heilbrigðu lífi, sinni bæði andlegri- og líkamlegri heilsu daglega. Hér á vefnum mínum er uppskrift af Beauty Boost fyrir alla sem vilja verða aðeins sætari 😉

 

Fyrir utan þetta viðtal, hvað er það besta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Ekkert sem kemur upp í hugann sem gæti hugsanlega toppað þetta tímamótaviðtal!

 

Lífsmottó?

Þessi setning eftir Mahatma Gandhi er í miklu uppáhaldi hjá mér: ““The greatness of a nation and its moral progress can be judged by the way its animals are treated.”

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er grimmur fjórhjólaökumaður og finnst hrikalega gaman að keyra á fleygi ferð ofan í drullupolla. Það er stuð.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Opna dýraathvarf á Íslandi og fara og bjarga nokkrum fílum á Indlandi. Jú svo vantar mig bíl.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Alveg rólegur! Fimm? Það er bara einn og hann heitir Pálmi Gunnarsson og er Vopnfirðingur. Toppiði það.

Svo eru það auðvitað Greifarnir frá Húsavík. Best að hafa það skjalfest ellegar verða þeir brjálaðir.

 

Býr tæknipúki í þér?

Já það býr nörd í mér. En kann ekkert á PC, nota bara Apple. Er hálfgerður karl þegar kemur að nýjustu græjum.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

OS x, El Captain 10.11.5

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 6 (rósagull auðvitað – skiptir höfuðmáli)

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Myndavélin í honum er mjög góð en rafhlaðan er ansi slök.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Hringja
  2. Camera
  3. iMaps
  4. Withings
  5. Social Media   ( Instagram, Twitter, Facebook )

Og vitanlega Weather (já ég veit, alin upp út á landi, allir alltaf að tékka á veðrinu… hér er hitastigið á milli 35-40 flesta daga núna, blankalogn, skúralaust)

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 2110. Næsti á eftir var samlokusími sem mér fannst ofursvalur þá.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Altaf nýjasti iPhone. Ég svík ekki það vörumerki.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Enging sérstök en skoða margt.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Já langar að benda Íslendingum sem hafa áhuga á að hlýða á hina merku náttúru- og dýraverndunarkonu og friðarfulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Dame Jane Goodall, en hún mun heiðra okkur Íslendinga með nærveru sinni um miðjan júní nk. Jane heldur fyrirlestur sem opinn verður öllum, og frítt inn, í Háskólabíói miðvikudaginn 15. júní kl 17.

Hún er einstakur fyrirlesari sem heillar áheyrendur á öllum aldri. Það er því upplagt að taka börnin, afa og ömmu með í Háskólabíó þennan eftirmiðdag.

Sjá nánar um viðburðinn hér á Facebook

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira