Heim Föstudagsviðtalið Fanney Svansdóttir

Fanney Svansdóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 132 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Fanney og er að verða 26 ára. Ég er fædd og uppalin á Selfossi og bý þar í dag ásamt sambýlismanni mínum, Arnari og tveimur börnum. Það er mjög fínt að búa hér en ég hef átt erfitt með að sætta mig við að það sé alltaf gengið framhjá mér í vali á fjallkonunni.

 

Við hvað starfar þú?

Ég hanna og framleiði barnafatnað úr alpacaull undir merkinu Ylur.

Fatnaðinn má skoða og kaupa á síðunni www.ylur.is

 

Hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég átti dóttur 2013 og hef aðallega verið að leika mér við hana og bróður hennar sem býr hjá okkur aðra hverja viku. Ég kláraði BA í félagsráðgjöf frá HÍ í fyrravor en hef að mestu leyti síðan þá verið að einbeita mér að Yl af því að það er svo gaman.

 

Hvert er draumastarfið?

Starfið sem ég er í í dag, engin spurning

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Þeir eru fjölbreyttir hjá mér dagarnir en eiga það allir sameiginlegt að byrja á því að ég snooza 7 sinnum.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er að vinna að því að koma vörunum mínum í verslanir erlendis.

 

Býr tæknipúki í þér?

Nei ég myndi ekki segja það

 

Lífsmottó?

“Alltaf að taka nótu.”

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er þrefaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Kaupa fallegt, gamalt hús með stórum garði og gera það upp. Og ferðast.

 

Topp 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

  1. S
  2. K
  3. Í
  4. M
  5. Ó

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 10 held ég

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung Galaxy s6 edge

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Hann er einfaldur og þægilegur. Helstu gallar eru léleg rafhlaða og hvað hann týnist oft.

 

Hvaða íslenska app fyrir snjallsíma notarðu mest.

Ég nota Íslandsbankaappið mikið og Georg og félagar. Er á fullu að reyna að læra stafrófið.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Instagram
  2. Twitter
  3. Mail
  4. Sudoku
  5. Facebook/pages manager/messenger

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110. Sakna snake og að geta skipt um front.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Gróinn við mig. Venjulega fer 15% af deginum í að leita að símanum.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Denverslun

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Mig langar í kött

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira