Donna

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 130 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti fullu nafni Þórður Guðmundur Hermannsson. Sem transvestite og cyber-front kýs ég að kalla mig Donna. Ég er frá reykjavík, fædd og uppalin. Borgarbarn og á núna heima í hlíðunum.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Í dagvinnu hef ég mest verið að fást við forritun. Ég fór í tölvunarfræði í 2 ár og lærði helling en þegar ég er að læra eitthvað þá vill ég geta gert mikið af því þannig að ég fór mjög fljótlega að vinna.
Í dag vinn ég hjá Tempo, hugbúnaðarfyrirtæki sem að sérhæfir sig í tímaskráningalausnum fyrir agile/scrum kerfi.

 

Hvert er draumastarfið?

Sko ég er í draumastarfinu mínu í dag. Ég gæti ekki elskað vinnuna mína meira.

Draumastarfið mitt er bara að vera að vinna að skemmtilegum og spennandi verkefnum með góðu fólki og hafa frelsi til þess að taka ákvarðanir um hvaða verkfæri eru notuð. Það er gefið pláss til rannsóknarvinnu og gefið mikið pláss til skyndilegra breytinga. Ég er bara í draumastarfinu mínu 🙂

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég vakna oftast um 8-9 leytið. Suma daga er Karitas Lóa dóttir mín hjá mér, þá fylgi ég henni á leikskólann og fer svo í vinnuna. Þar kóða ég bara hart allan daginn, fer á fundi og hleyp í hádeginu tvisvar í viku.

Ef ég er með Karitas Lóu dóttur mína þá förum við oft í sund eða í bæinn. Ef ég er ein heima þá fer ég oft að gera tónlist. Það er alveg uppáhalds. Mögulega fer ég að kóða meira.

Stundum fer ég á tónleika eða listasýningar hjá vinum. Ef ég er í stuði þá pússa ég neglurnar á mér og set eitthvað nice naglalakk. Ef ég er í extra stuði fer ég í fótabað og mála mig.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er að vinna í electro-pop tónlist núna sem að ég er spennt að gefa út.

Ég ætla að frumflytja eitt lag á Drag-Súg 22.apríl. Þetta er svona hrátt commercial gellu verkamannapopp eitthvað en ég tek mikið af áhrifum mínum úr japönsku tónlistarsenunni.

 

Býr tæknipúki í þér?

Já alveg huges. Ég vill reyndar meina að ég sé mjög nægjusöm þegar kemur að græjum. Ég finn ekki óstjórnlega hvöt til þess að fara í elko og kaupa mér sveigðasta flatskjáinn, en spái mikið í græjum og finnst líka gaman að geta sett saman, t.d arduino kit eða setja saman effektapedala. Ef að ég er með allt sem ég þarf þá er ég ekki að stressa mig, en það er auðvitað alltaf pláss til að læra eitthvað nýtt.

 

Hvaða íslenska app fyrir snjallsíma notarður mest / hatarðu mest

Held að ég noti mest strætó appið af því að ég nota svolítið strætó. Mér finnst það bara fínt þetta app er allaveganna betra en sjálf þjónustan.

Mér finnst pínu skrítið í Arion banka appinu að ég geti ekki lagt inná kreditkort í gegnum appið, þ.e. mín eigin. Ég þarf alltaf að fara á vefinn til þess, pínu bögg.

 

Hvaða tækninýjungum fylgist þú með?

Fylgist með forritun mikið. Þá sérstaklega fallaforritun sem mér finnst aðferðir og notkun þess mjög spennandi.

Fylgist með bloggum og fréttasíðum um tækninýjungar og forritunartengd efni (ycombinator, reddit). Sæki fyrirlestra um tæknimál og ráðstefnur. Bíð bara eftir því að við getum farið að prenta byssur hérna.

 

Lífsmottó?

Þú veist þú getur það, gerðu það bara

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég elska sportbíla

 

Hvaða forsetaefni ætlar þú að kjósa?

Ég held ég kjósi eitthvað eins og Andra Snæ. Finnst hann flottur náungi með stóriðjuna á hreinu.

Það þarf bara verulegar stefnubreytingar hérna. Hætta öllum klíkuskap. Þetta er ekki hollt fyrir lýðræði heillar þjóðar að hagsmunir einhverra örfá vega meira en hagsmunir almennings.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Það verður að fara varlega með peninga, þeir skemma fólk. Hafandi sagt það þá myndi ég samt pottþétt byrja á því að kaupa mér hús fullt af fötum. Fataskápar útum allt, ekkert eldhús.

En svo held ég að ég myndi bara reyna að nota þennan pening skynsamlega. Ég myndi eflaust nota hann til þess að fjármagna eitthvað af mínum eigin verkefnum sem að gætu vonandi skilað einhverju til baka í samfélagið.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

  1. Hildur
  2. Ásta Fanney
  3. Gunnar Jónsson Collider
  4. Futuregrapher
  5. Nicolas Kunysz

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Er nýbúin að skipta yfir í Mac OSX EL CAPITAN á undan því var ég með arch linux sem mér fannst mjög skemmtilegt og kenndi mér helling.

En vinnan sem ég er að vinna núna krefst þess að ég geti skrifað fyrir bæði iOS og Android.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung Galaxy S5

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Batteríið klárast svakalega hratt. Það eru til tune við því en maður nennir ekki alltaf að vera að standa í því.
Góða við hann er að hann er tiltölulega hraður og hefur reynst vel, hef átt hann í sirka ár núna.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  • Twitter
  • Pinterest
  • Instagram
  • Gmail
  • Facebook

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Það var eitthvað algjört Ericsson drasl. Man samt mér fannst það rosa fínt þá gat ég hringt í stelpuna sem ég var skotin í á þeim tíma.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Er það ekki bara einhver alveg handsoff sími sem þú þarft ekki einu sinni að bera á þér? Eða sími sem að skiptir dýnamískt um form.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ycombinator.com  //  Techcrunch.com

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk kærlega fyrir viðtalið. Áfram nýjungar, tækniframfarir og áfram frelsi einstaklingsins til þess að vera það sem hann vill.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira