Heim ÝmislegtApple Apple kynning í dag

Apple kynning í dag

eftir Jón Ólafsson

Eins og margir vita þá verður Apple með kynningu í dag en áhugasamir geta fylgst með henni í beinni hér á Lappari.com klukkan 17:00 í dag eða á Twitter undir merkinu #AppleIS

Við höfum fylgst með því hvað sé væntanlegt frá Apple og hvað verður mögulega kynnt á þessari kynning en ákváðum að leita til Péturs Jóns og fá hann til að spá í spilin. Getur verið að hann sem hluthafi Apple viti meira en við þessir óbreyttu?

 

Hvaða nýjunugum áttu von á í dag?

Ég býst ekki við öðru en að kynningin verði að mestu leyti snjalltækjamiðuð, enda er það orðinn meginatvinnuvegur fyrirtækisins.

 

Áttu von á að Apple kynni nýjan iPhone?

Býst við ódýrum og litríkum síma fyrir yngri kynslóðir, sem mun seljast í bílförmum. Þeir eru aðeins of seinir fyrir íslensku fermingarvertíðina, en kannski voru þeir ekki að miða við hana hvort eð er.

 

Áttu von á að Apple kynni nýjan iPad?

Sögusagnir segja minni iPad Pro, og mér finnst það líklegt líka. Sá stóri er ótrúlega fallegt tæki, en ótrúlega nokk, þá langaði mig ekki í hann. Það er nokkuð ótrúlegt í mínu tilfelli.

 

Áttu von á nýju Apple Watch?

Hér er á ferðinni sú vara frá Apple sem mér er langmest sama um. Eiginlega alveg rosalega sama. Mér er meira sama um Apple úrin en mér er sama um Luxemburg, sem mér er þó alveg sléttsama um. Kannski kemur ný snjallól. Whatever.

 

Áttu von á nýjum iMac eða Mac fartölvum?

Býst við bömpi á nokkrum fartölvum og iMac vélum. Vonast eftir þeim allavega. Það er líklegt að minni vélarnar verði ódýrari í framtíðinni, þar sem þær eru margar í raun bara stórir iPadar með lyklaborði. Á von á að reynt verði að halda MacBook Pro áfram í fararbroddi í fartölvuheiminum.

 

Áttu von á nýju iOS?

Kynning á iOS 9.3 er líkleg. Býst ekki við neinu sem á eftir að umbylta daglegu lífi mínu samt.

 

Hvað ertu persónulega spennastur fyrir?

Ég er spenntastur fyrir því að Apple hysji upp um sig og muni að þeir eru líka tölvufyrirtæki. Þeir uppfæra tölvurnar sínar of hægt, sérstaklega atvinnuvélarnar. Í dag eru 823 dagar síðan flaggskipið, Mac Pro, fékk vélbúnaðaruppfærslu. Þetta er ekki boðlegt fyrir okkur sem reiðum okkur á bestu vélarnar þeirra.

Um leið og ég skil (sem hluthafi) að hagnaðarvonin er í snjalltækjunum, finnst mér Apple skulda okkur Mac notendum að öll línan sé í fararbroddi. Þetta kostar mikið, og fyrir það verð eigum við að fá framúrskarandi vöru.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira