Heim Ýmislegt DDoS árásir og varnir gegn þeim

DDoS árásir og varnir gegn þeim

eftir Jón Ólafsson

Okkur hér á Lappari.com var bent á áhugavert myndband frá Advania sem okkur langar til að deila með ykkur en þú getur séð myndbandið hér að ofan.

 

Í texta með myndbandinu sem birtist á Advania blogginu þá segir að opinberar stofnanir og fyrirtæki hafi orðið fyrir barðinu á skæðum álagasárásum, eða svokölluðum DDoS árásum.

 

Það eru til margar tegundir af álagsárásum en í grunninn ganga slíkar árásir út á að óprúttnir aðilar búa til gríðarlega mikla vefumferð sem er til þess fallin að valda of miklu álagi á tölvukerfi eða vefsetur. Þetta verður til þess að viðkomandi þjónusta verður óaðgengileg fyrir notendur og sá sem verður fyrir árásinni verður fyrir tekjutapi eða að orðspor hans bíður hnekki.

 

Í þessu myndbandi fara Daniel Kristinn Gunnarsson og Áki Hermann Barkarson netsérfræðingar Advania og öryggissérfræðingar Landsbankans, þeir Ægir Þórðarson og Hákon L. Åkerlund ítarlega yfir þessi mál.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira