Heim Microsoft Rafbækur og Windows

Rafbækur og Windows

eftir Jón Ólafsson

Ég ákvað að uppfæra færslu sem birtist hérna á Lappari.com fyrst í Maí 2013 og hefur verið mikið skoðuð síðan þá. Þessar uppfærðu leiðbeiningar miðast við Windows 10 en ferlið í Windows 8 er mjög svipuð.

Windows 10 tæki, hvort sem það eru spjald-, borð- eða fartölvur eiga það sameiginlegt að nota sama forritamarkaðinn sem heitir einfaldlega Store. Á þessum markaði er aragrúi af forritum og þar með talið forrit til að opna og lesa DRM varðar rafbækur.  Ég er oftast með einhverja spjaldtölvu við hendina og vill því nota þær til að neyta efnis, hvort sem það af netinu eða t.d. í formi rafbóka. Ég ferðast mikið og finnst þæginlegt að “grípa í bók” án þess þó að þurfa að burðast með hefðbundna bók með mér.

Eins og fyrr segir þá eru nokkur forrit í Store sem geta þetta en ég nota yfirleitt ókeypis forrit sem heitir OverDrive en það ræður við að opna DRM varðar bækur. Þessar leiðbeiningar sýna hvernig forritið er sett upp og hvernig bók sem ég keypti hjá Forlaginu á sínum tíma er sett inn í forritið.

 

1.
Fyrst þarf að sækja og setja upp OverDrive  (linkur hér að neðan)

 

2.
Þegar forritið er opnað fyrst þá er hægt að innskrá sig með OverDrive aðgangi eða með Facebook eða Google reikningi. Ég ákvað sleppa þessu til að einfalda málin og smellti því á Continue en það er einfalt að bæta OverDrive reikningi seinna.

2

 

3.

Næst þurfti ég að auðkenna mig með Adobe ID/password en þú getur fengið notenda hér. Þetta er gert til þess að geta flutt DRM varðar bækur á milli tækja sem þú notar.

Þetta er gert með því að smella á valmöguleika sem eru efst til hægri

3

Næst er smellt á Authorization

4

 

Þar þarf að setja inn Adobe ID/Pass sem sótt var um hér að ofan og þar næst er smellt á Authorize.

51

 

Núna er OverDrive búið að auðkenna þig sem notenda við Adobe og því hægt að setja upp DRM varðar bækur sem keyptar hafa verið.

 

4.
Næst er að opna tölvupóstinn sem Forlagið sendi við kaupinn og smella tengilinn sem þar er. Hann leiðir notenda á heimasíðu Forlagsins en þar er einfaldlega smellt á tengilinn sem var í þessu tilfelli :  Sækja Reykjavíkurnætur – rafbók

52

 

5.
Þá hleður vélin niður *.acsm skrá sem ég vistaði síðan á OneDrive hjá mér til að einfalda utanumhald, næst þarf að tvísmella á skránna til þess að OverDrive hlaði bókinni inn.

6

 

Síðan eftir 5-10 sek var bókinn kominn í Overdrive og lestur gat hafist. Þegar keypt er síðan ný rafbók þá þarf bara að tækla skref 4 og 5 til að bæta bókinni í safnið.

 

Windows Mobile forrit er hér – (virkar bæði á 7, 8 og 10)

Windows forrit er hér – ( Virkar í Windows 8, 10 og RT)

 

Heimild: Technet  (byggt á þessari færslu)

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira