Heim Föstudagsviðtalið Jóhann Áki Björnsson

Jóhann Áki Björnsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 110 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Fæddur í Reykjavík, alin upp í Hafnarfirði, Reykjavík og Ísafirði, ættaður héðan og þaðan en sennilega verð ég að telja mig Reykvíking því þar hef ég búið lengst. Árgangahittingurinn er með Ísfirðingum þannig að ég hef komið víða við.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa hjá Opnum kerfum hf. verkefnið er að leiða skýjavæðingu okkar og viðskiptavina okkar en síðustu árin, ráðgjöf, sölu og markaðstörf í upplýsingatækni með áherslu á hugbúnað, hugbúnaðarlausnir ásamt leyfismálum.

 

Hvert er draumastarfið?

Vinna við upplýsingatækni, fá að vera með það nýjasta í höndunum eins fljótt og það kemur á markað, jafnvel aðeins fyrr.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Sem betur fer er ekki mikið um venjulega daga, hlutirnir breytast hratt og málefnin með. Ég er aðalega að vinna með frábærum hópi fagmanna sem hafa það að markmiði að gera sitt besta til að viðskiptavinir geti nýtt sér nýjungar og upplýsingatækni á sem hagkvæmastan hátt.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Windows 10 og Office 2016 eru ný komin á markað og verkefnið er að kynna þessar nýjungar og þær byltingakenndu nýjungar sem eru þarna sem munu breyta núverandi vinnuumhverfi til lengri tíma. Allt í skýinu.

 

Eitthvað slúður úr bransanum sem við þurfum að vita?

Open Source, Linux og Microsoft eru í alvöruinni vinir.

 

Lífsmottó?

Að kynnast sem flestu fólki frá sem flestum stöðum, það vinnur gegn fordómum.

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir vita?

Hef yfir 10 ára starfsreynslu við að reka Lotus Notes umhverfi í alþjólegu samstarfi.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Aðstoða mína nánustu, tryggja framtíð barnana og leggjast í ferðalög.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Það breytist hratt enda mikið að gerast í tónlist.

 

Hver er besti tónlistarmaður landsins?

Tónlistakennarar, án þeirra væru fáir sem stunduðu tónlist okkur til ánægju.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 10 Enterprise, en í raun slatta í gegnum Hyper-V sem fylgir og ekki má gleyma öllu sem ég keyri reglulega í Microsoft Azure skýinu stýrt frá tölvunni minni.

 

Einhverjar tækninýjungar sem við þurfum að fylgjast með?

Já, allt sem er að gerast í skýinu, það eru ótrúlegir hlutir að gerast þar sem eru að breyta öllu sem við höfum verið að gera undanfarin ár.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Microsoft Lumia 930, bíð spenntur eftir næstu kynslóð sem er að koma í búðir þessa dagana sem er Lumia 950XL

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir: Windows 10 stýrikerfið og Office forritin.

Gallar: Ekki mikil útbreiðsla og nokkur vinsæl öpp sem vantar s.s. Snapchat en ekkert sem mig vantar.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Tölvupóst:Outlook
  2. Facebook / Messenger
  3. Inernet Explorer/Edge
  4. Cortana
  5. Here Maps

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

ERICSSON GH 388 ef ég man rétt

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Stórt er spurt, en ég tel að þróunin verði áfram á þann veg að sími verði fídus í mjög meðfærilegri persónulegri einkatölvu sem fylgir mér hvert sem er.

 

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

www.zdnet.com
www.pcworld.com
www.ok.is   🙂
www.microsoft.com (fjöldi síðna um ýmis málefni)

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ég tel að stærstu tölvufyrirtæki í heimi séu að finna upp nýjungar okkur til gagns ekki til þess að gera okkur lífið leitt með breytingum.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira