Heim MicrosoftWindows Mobile Endursetja Lumia símtæki

Endursetja Lumia símtæki

eftir Jón Ólafsson

Uppfært:  Nafnabreyting í Lumia og nýr tengill

Þó ég þekki ekki mörg dæmi sjálfur í kringum mig þá getur alltaf gerst að símtæki ræsi sig ekki og verða ónothæf (bricked). Ástæður fyrir þessu geta verið margar en það geta til dæmis verið uppfærslur sem einfaldlega klikkar, auka hugbúnaður sem veldur þessu eða fikt í notendum.

Það er hægt að fara með þessi símtæki á verkstæði og láta laga fyrir sig en það getur tekið langan tíma og kostar í flestum tilfellum penning. Ég fór samt að spá í þessu þar sem ég hef verið með prufuútgáfu af Windows 10 Mobile (developer edition).

Sem betur fer fyrir notendur Lumia símtækja þá er þetta ferli nokkuð einfalt þar sem Microsoft sér notendum fyrir tóli sem gerir þessa endurheimtun nokkuð einfalda.

 

ATH
Þetta mun eyða öllum gögnum af símtækinu þannig að ef þú kemst enn í símtækið þá er ekki óvittlaust að taka afrit af ljósmyndum og tónlist áður en haldið er af stað. Ef þú ferð í settings > Backup þá er hægt að taka afrit af forritum og stillingum símanns áður en haldið er af stað.

Hér er hægt skoða aðeins um afritun á ljósmyndum og hvernig notendur stilla þetta þannig að afritun á ljósmyndum gerist sjálfkrafa.

 

 

Það sem þú þarft er:

  • Lumia símtæki sem eru lífvana (bricked) eða tæki sem þú vilt t.d. losna við Development Preview og endursetja frá grunni.
  • Hugbúnað frá Microsoft sem heitir Windows Device Recovery Tool.
  • Tölvu með Windows 7 eða nýrra og 2GB af lausu diskaplássi.
  • USB kapal til að tengja tölvu við símtæki

 

Byrjaðu á því að sækja og setja upp Recovery Tools.

  1. Opnaðu Windows Device Recovery Tool
  2. Tengdu símtækið við tölvuna
  3. Windows Device Recovery Tool segir notenda hvaða útgáfa af Windows stendur til boða.
  4. Þá þarf að staðfesta að notandi sé meðvitaður um að þetta ferli eyði öllum gögnum af símanum.
  5. Síðan er smellt á Continue til að setja niðurhald á stýrikerfinu af stað. Þetta niðurhal getur tekið 10-60 mínúndur en það fer eftir því hversu hröð nettengingin þín er.
  6. Þegar niðurhali er lokið þá hefst sjálfkrafa uppsetning á símtækinu en á meðan þessu stendur má ekki slökkva á eða aftengja símtækið frá tölvunni.

 

Þá ætti þetta að vera komið og símtækið ætti að hafa vaknað aftur til lífsins… eða vera endursett á opinbera útgáfu frá Microsoft.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira