Heim Ýmislegt Uppfært: Búið að taka yfir Twitter aðgang IsNic ?

Uppfært: Búið að taka yfir Twitter aðgang IsNic ?

eftir Jón Ólafsson

Uppfærsla neðst

Fyrir nokkrum mínúndum breyttist efnið sem IsNic er að senda frá sér á Twitter og finnst mér nokkuð augljóst að það sé búið að taka yfir Twitter aðgang þeirra. Mögulega er starfsmaður samt að ruglast á Twitter aðgangi sínum og IsNic eða þetta séu markaðsmiðuð skilaboð en það verður að teljast ólíklegt.

 

 

 

is1

 

 

 

is2

 

 

 

is3

 

 

Þetta svar barst frá Isnic á Twitter

Tístin eru því sannarlega þeirra, kannski er bara mánudagur í mér en þetta skilur samt eftir fleiri spurningar en svör hjá mér.

 

Þetta svar barst frá Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóra isnic með tölvupósti

Sæll Jón Lappari.,

Af augljósum ástæðum hefur ISNIC verulegar áhyggjur af almennri notkun á „ISIS“ og „IS“ fyrir hryðjuverkasamtökin umtöluðu, en eins og menn muna skráðu þau tvö lén undir .is beinlínis í þeim tilgangi að nota IS endinguna sem tilvísun til sín.

Nú les maður um hvernig arabískumælandi og hófsamir (venjulegir) múslimar, og reyndar fleir s.s. Frakkar, nota orðið „Daesh“ fyrir hryðjuverkamennina, en neita að nota þeira eigið enska áróðursheiti sem er „Íslamic State“, sem vissulega má segja að feli í sér ákveðna viðurkenningu á tilveru „ríkis islams“, svo vitnað sé í greinina sem ISNIC benti á í færslunni á Twitter.

—-

 

Þetta eru sem sagt skilaboð frá fyrirtækinu sjálfu en ekki haxz. Hvort sem ég hef hlaupið á mig eða að skilaboðin séu vafasöm þá þykir mér allavega leiðinlegt að ruglast á skilaboðum frá Isnic og illa skrifandi scriptkiddie sem er fúll útí ISIS.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira