Alcatel Idol 3

eftir Jón Ólafsson

Við hér á Lappari.com fengum fyrir nokkrum vikum nýjan síma frá Opnum Kerfum í prófanir en hann heitir OneTouch Idol 3 og er frá Alcatel. Það þekkja margir nafnið Alcatel en fæstir hafa líklega séð eða handleikið snjallsíma frá þeim og því áhugavert að prófa gripinn en hér má sjá okkar fyrstu kynni af þessum síma.

Það eru gríðarlega margir Android símar á boðstólum sem notendur geta valið úr og því spennandi að sjá hvernig Idol 3 stendur sig í samanburði við þá. Segja má að verðlega séð þá er Idol 3 staðsetur sem miðlungstæki en síminn virðist samt vel búinn hvað varðar vélbúnaðinn og hefur síminn komið vel út í umfjöllunum erlendis.

 

Hér má sjá afpökkun á Idol 3 frá Alcatel

 

 

Síminn er nokkuð nettur að sjá en símtækið er samt jafnstórt og iPhone 6 Plus sem ég hef verið með síðustu vikurnar, Idol 3 fer mjög vel í vasa og hentar stærðin mér nokkuð vel.

 

Hönnun og vélbúnaður

Síminn er eins og fyrr segir nokkuð vel búinn vélbúnaði en það er hönnunin á símtækinu sjálfu sem heillar mig mest, það er kannski smá plastlegt viðkomu en virðist samt vera vel smíðað tæki og nokkuð útpæld hönnun.

Í sumar var ég með Nexus 6 og fannst mér svolítið furðuleg reynsla að fara af Android yfir á iOS og síðan núna aftur yfir á Android, ég saknaði ég einfaldleika iOS og reyndar Windows Mobile fljótlega. Ég tók strax eftir því hversu seinni hann er í öllum sínum aðgerðum samanborið við iPhone 6 Plus og Nexus 6 sem er kannski ekkert óeðlilegt því Idol 3 er helmingi ódýrari en þessi símtæki.

 

idol3_6

 

Idol 3 er auglýstur sem octa-core (áttakjarna örgjörvi) en er það alveg rétt? Hann er allavega með tvo fjórkjarna A53 örgjörva sem keyra á Snapdragon 615 kubbasettinu frá Qualcomm. Annar fjórkjarna örgjörvinn keyrir á 1.5GHz meðan hinn sem keyrir fyrst og fremst bakvinnslu og nema keyrir á 1GHz. Þeir keyra sem sagt á frekar lágum klukkuhraða (minni hraði) og því ljóst að allir þessir örgjörvar eru fyrst og fremst til þess að auka/bæta orkunýtingu tækisins. Idol 3 er með 2GB vinnsluminni og Adreno 405 skjástýringu og er ágætlega sprækur þó að eðlilega sé hann hægari en helmingi dýrari tæki.

Helstu stærðir

  • Hæð 152.7 mm
  • Þykkt 7.4 mm
  • Breidd 75.1 mm
  • Þyngd 141 gr

 

Idol3 er alls ekki fallegasta símtækið sem ég hef prófað en þetta er samt snoturt tæki og útlitið/upplifun heillaði mig, skjárinn þekur framhlið símtækis og plasthliðar virka nokkuð sterklegar og gefa símanum vandaðra og sterklegt yfirbragð.

Bakhlið er úr einu heilu plaststykki sem er sterklegt og hrjúft viðkomu, símtækið er því ekki sleipt á borði eða í hendi. Bakhlið rispast ekki auðveldlega og hlífir hún símtækinu mjög vel en á bakhlið má finna Idol 3 logo, flash og myndavél.

 

Tengimöguleikar

Síminn er hlaðinn ýmiskonar aukabúnaði og er hann með því helsta sem mun dýrari flagskip bera. Þar má nefna bluetooth 4.1 A2DP, NFC , Accelerometer, Compass, Proximity og A-GPS svo að eitthvað sé nefnt. Idol 3 styður alla þá þráðlausu virkni sem reikna má með, hann er með 3G/4G ásamt þráðlausu neti sem styður 802.11 a/b/g/n, WiFi direct, WiFI Display, DLNA og WiFi Hotspot.

 

idol3_2

 

Idol 3 er einnig með FM útvarpi með RDS ásamt hefðbundnu microUSB v2 neðst á símanum og 3.5mm tengi fyrir heyrnartól efst á símtækinu.

 

Rafhlaða og lyklaborð

Alcatel setti stóra rafhlöðu í Idol 3 en hún er 2910mAh og endist vel miðað við annað sem ég hef prófað, galli samt að hún er ekki útskiptanleg. Eins og venjulega þegar ég prófa síma þá var ég ekki að huga að neinum sérstökum rafhlöðusparnaði þegar kom að notkun. Ég setti upp öll venjulegu forrit sem mér datt í hug eins og Facebook, Twitter, Skype, Instagram, Snapchat, ýmsa leiki, þrjá EAS tölvupóst reikninga en við frekar mikla notkun í þessum prófunum endist rafhlaðan vel út daginn og var yfirleitt á milli 20-50 % eftir 14 tíma notkun.

Fæstir Android símar sem ég prófa hafa sambærilega rafhlöðuendingu, að minnsta kosti ekki meðan ég hafði þá í minni umsjá. Uppgefið frá Alcaltel er tal yfir 2G/3G um 24 tímar sem er nokkuð nærri lagi en hér má sjá niðurstöðu rafhlöðuprófana hjá GSMArena

gsmarena_004
Lyklaborðið er eins í öðrum Android símtækjum, mjög gott og hægt að sérsníða með viðbætum úr Google Play Store

 

Hljóð og mynd

Skjárinn í þessum síma er magnaður en hann er bjartur, skýr og snertivirkni er mjög góð. Skjárinn er 5,5″ IPS LCD og styður 1920 x 1080 upplausn við 401 pixla á tommu (401 ppi). Það sést vel á hann frá hlið (vítt áhorfshorn) og er hann merkilega góður í beinu sólskini. Skjárinn er sem sagt almennt mjög góður í allri notkun og í raun og veru má segja að hann sé frábær miðað við verðið á símtækinu, sannarlega einn af aðalkostum við hann.

 

idol3_4

 

Skemmtileg aukavirkni á þessu símtæki er að hann er með microphone og hátalara á báðum endum og skiptir því engu máli hvernig hann snýr. Það er sem sagt hægt að tala í hann og nota hvernig sem hann snýr….. hljómar eins og sölugismó en í notkun kom þetta skemmtilega á óvart og virkaði vel.

 

 

Þessi sími er eins og fyrr segir með tveimur hátölurum sem eru frá JBL og gefa þeir notendum hreina og góða stereo tóna. Þessir hátalarar og hugbúnaðurinn sem stýrir þeim gerir það að verkum að síminn er í er í nokkrum sérflokki hvað hljómgæði og „hávaða“ varðar. Þess ber að geta að það fylgja góð JBL heyrnartól með.

Myndavélin í símanum er nokkuð góð , hvort heldur sem er ljósmyndatakan eða myndbandsupptakan. Helst ber að nefna hversu snögg og þægileg myndavélin er í vinnslu, mjög fljótlegt að kveikja á vélinni og byrja að mynda. Idol 3 er með 13MP aðalmyndavél með Sony IMX214 sensor ásamt því að vera með 8MP sjálfu-myndavél sem er mjög góð í öll myndsímtöl og sjálfsmyndir. Það er ekki sérstakur myndavéla takki á símanum sjálfum og því þarf að ræsa myndavélina með því að smella á skjátákn (icon) á læsiskjá eða eftir að tækið hefur verið opnað.

Þessi Sony sensor er notaður í þó nokkrum símtækjum og hefur sannað sig vel hingað til en stundum fannst mér hún þó lenda í vandræðum með að halda sömu gæðum í öllum rammanum. Minnkandi gæði út að brúnum myndarinnar gefur til kynna að linsan sé mögulega lakari en sensorinn sem notaður er.

Litir voru annars afbragðsgóðir og við góð birtuskilyrði var mjög gaman að skoða dýptina á litunum sem myndavélin náði að beisla en þó ber að nefna að HDR fílterinn er alltof ýktur……

 

idol3_5

 

Myndavélin er með LED flashi og býður uppá ýmsar mismunandi stillingar eins og t.d. Face detection, Panorama, snertifocus og HDR svo eitthvað sé nefnt. Einfalt er að fara inn í frekari stillingar og leika sér með ISO, white balance, shutter hraða og ISO stillingar. HDR stilling sem gefur myndum meiri dýpt er eins og fyrr segir oft á tíðum með mjög ýktan blæ miðað við aðrar vélar sem ég hef prófað.

Myndbandsupptakan í vélinni er nokkuð góð og býður uppá ýmsa möguleika en mér fannst samt videoupptakan lakari en ljósmyndirnar. Fannst eins og 1080p myndbönd vera eins og yfirsömpluð 720p myndbönd eða með minni gæðum (meira pixluð) en ljósmyndir sem er einkennilegt.

Almennt má samt segja að myndavélin sé góð og sér í lagi miðað við verð, flestir verða mjög ánægðir með útkomuna og ná að leiða þetta raus í mér hjá sér.

 

Margmiðlun og leikir

Tónlistarspilarinn sem kemur með símanum er auðveldur í notkun og þægilegt að skruna í gegnum hann. Það er hægt að stilla, breyta og bæta hljóðið sem gæti hentað fyrir þá sem vilja. Myndbandsafspilun í símanum er mjög þægileg og spilar síminn flest þau form af myndböndum sem finnast á stafrænu formi í dag.

 

idol3_3

 

Idol 3 er 16GB innra geymslurými sem nýtist undir stýrikerfi eða ljósmyndir og annað margmiðlunarefni og síðan er hann með rauf fyrir Micro-SD sem styður allt að 128GB minniskort sem er ekkert slor… Það er líklega nauðsynlegt að kaupa minniskort strax ef nota á símann við myndatökur þar sem aðeins er laust um 9GB fyrir notenda þegar síminn er nýr og eftir uppsetningu á helstu forritum.

 

Hugbúnaður og samvirkni

Síminn kemur með Android Lollipop og liggur ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær hann fær Android Marshmallow sem er nýjasta útgáfan af Android. Þetta endurspeglar einn af veikleikum við Android ecosystem´ið sem eru uppfærslur, eða mögulegan skort af uppfærslum frá framleiðendum.

Alcatel hefur bætt við sínu eigin viðmóti ofaná Android, upplifun notendenda er samt nokkuð nálægt stock útliti Android fyrir utan icon sem tók smá tíma að venjast enda eru þau ólík hefbundnu Android útliti. Viðmótið er sem sagt nokkuð hreint og án mikilla breytinga frá Android upplifun eins og Google hannar hana sem er vel.

Allur helst hugbúnaður fylgir með eins og t.d. WPS Office sem gerir notendum kleift að vinna með flest Office skjöl en vitanlega er einfalt að skipta yfir í Google Docs eða Microsoft Office.

Idol 3 kemur með mikið….. hann kemur með mjög mikið af aukaforritum og er það helsta umkvörtunarefni mitt við þetta símtæki en hætti ég að telja eftir fimmtán aukaforrit. Eins og komið hefur fram þá hef ég notað Nexus 6 nokkuð lengi en hann bíður uppá hráa Android upplifun beint af spenanum og síðan setti ég upp þau forrit sem mig vantaði til viðbótar. Með Idol 3 var upplifunin önnur, það fylgdu með öll þessi forrit sem ég gat ekki fjarlægt heldur fóru þau öll i möppu sem ég nefndi einfaldlega rusl.

 

idol3_7

 

Ég er sannfærður um að símtækið líður mikið fyrir þennan aukahugbúnað ásamt þessar krúsidúllur frá Alcatel því símtækið laggar aðeins í almennri notkun, þegar verið að ræsa eða skipta á milli forrita. Ég stóð mig að því að því að þrísmella á forrit því ég hélt að ég hafði ekki hitt á icon-ið. Það er einnig töluvert overlap á milli forrita sem fylgja með frá Alcatel og síðan Google forrita en oft eru notendur með tvö forrit fyrir alla helstu virkni og þurfa að velja á milli og setja hitt í rusl möppuna. Þetta er samt ekkert einskorið við Alcatel heldur marga aðra framleiðendur eins og Samsung til dæmis.

Android er með öllum helstu möguleikum sem snjallsíma notendur geta vænst og hefur þroskast ansi vel síðustu árin, kerfið er orðið mun stöðugra og hraðvirkara en það var. Ef notendur vantar einhver forrit til viðbótar við öll þessi forrit sem fylgja með þá eru allar líkur á að það finnist í Google Play Store sem er forritaverslun Google, hún er pökkuð af forritum og þjónustum sem er hægt að sækja ókeypis eða kaupa.

Meðan ég hef haft Idol 3 til afnota hef ég samstillt símann við þrjú EAS netföng, Gmail auk þess sem ég setti upp Simnet póstinn minn á hann. Öll vinna í póstumhverfi er í gegnum GMail appið sem er mjög einfalt og þægilegt en hrifnari var ég þó af Outlook frá Microsoft.

 

Niðurstaða

Alcatel Idol 3 er góður Android sími með endingargóða rafhlöðu, góðan skjá, fer vel í hendi og er sterkbyggður. Hann býr yfir öllum þeim kostum sem maður getur reiknað með í Android snjallsíma og mundi ég skoða þennan síma alvarlega enda góður sími hér á ferð miðað við verð.

Hann er enn ein sönnun þess að það þarf ekki lengur að kaupa símtæki á 100+ þús til að fá góðan Android snjallsíma. Ég átti von á að myndavélin yrði betri, vélin er alls ekki slæm en ég átti einhvern vegin von á betri vél eftir að hafa lesið mér til um hann.

Android hefur þroskast mikið síðustu árin og er í dag mun betra kerfi en það var bara fyrir tveimur árum síðan. Ég set samt enn spurningamerki við uppfærslur á Android símtækjum þar sem þekkt er að framleiðendur virðast yfirgefa þau ansi fljótt. Þau virðast frekar framleiða ný símtæki sem styðja nýjar Android útgáfur í stað þess að uppfæra eldri tæki og skilja þannig notendur eftir.

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira