Heim Microsoft Microsoft Band 2

Microsoft Band 2

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Eins og hefur komið fram í nokkrum fréttum frá okkur í dag þá var Microsoft með kynningu í dag þar sem þeir voru að kynna nýjustu vörurnar sínar.

Microsoft er nú að koma með útgáfu 2 af fitness úrinu sínu sem þeir kalla Microsoft Band 2. Þetta er fitness úr sem hefur smá smart möguleika á borð tilkynningar úr síma, en hugbúnaðurinn sem þetta tengist er einmitt fáanlegur fyrir iOS, android og Windows Phone. Microsoft hlustaði greinilega á notendur sína og gagnrýnendur þar sem þeir hafa lagað hönnun, sem var helsti galli fyrstu útgáfunar af úrinu.

Hérna er kynningarmyndband um nýja úrið.

https://www.youtube.com/watch?t=9&v=DBmKfkReBC4

Microsoft segist hafa bætt alla þá nema sem eru í úrinu og unnið að bætingu á hugbúnaði og viðbótum. Núna segjast þeir geta t.d. mælt VO2 (súrefnismagn sem líkaminn þinn getur unnið úr) og muninn á æfingargolfsveiflu og raungolfsveiflu. Þá hafa Microsoft bætt hressilega við sig af samstarfsaðilum og má nefna viðbætur frá Uber, Golds Gym, Facebook og Lose it sem dæmi.

Verðið á þessari græju er $249 og hægt að fá í 3 stærðum, small, medium og large.

 

Hérna eru svo speccar fyrir Microsoft Band 2:

Band material

  • Thermal plastic elastomer silicone vulcanite (TPSV)

Display size

  • 1.26 x 0.50 in (32 x 12.8 mm)

Display type

  • AMOLED

Resolution

  • 320 x 128 pixels

Battery life

  • 48 hours of normal use; advanced functionality like GPS use will impact

Average charge time

  • Full charge in less than 1.5 hours

Battery type

  • Li-Polymer

Operating temperature

  • ranges 14° to 104°F (-10° to 40°C)

Maximum operating altitude

  • -300m to +4877m

Sensors

  • Optical heart rate sensor
  • 3-axis accelerometer/gyro
  • Gyrometer
  • GPS
  • Ambient light sensor
  • Skin temperature sensor
  • UV sensor
  • Capacitive sensor
  • Galvanic skin response
  • Microphone
  • Barometer

Additional technology

  • Haptic vibration motor

Connectivity

  • Bluetooth 4.0 (Low Energy)

Supported mobile devices

  • Windows Phone 8.1 update2 or later, iPhone: 4S, 5, 5C, 5S, 6, 6 Plus, iOS 8.1.2, and Android 4.4 or later phones with Bluetooth

Charge cable connector

  • Custom charge cable

Hérna er svo annað myndband.

Það verður gaman að fá úrið í hendurnar og bera saman við eldri útgáfuna og sjá hvernig þeim tókst upp að betrumbæta.

Hægt er að renna í gegnum alla kynninguna á spilaranum í frétt frá okkur fyrr í dag, en kynningin um Band 2 byrjar í kringum 19. mínútu. Þá er líka hægt að finna aðeins meiri upplýsingar á heimasíðu Band 2.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira