Heim Föstudagsviðtalið Eydís Blöndal

Eydís Blöndal

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 99 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Eydís, 21 árs, ólst upp í Safamýri en flutti í 101 í sumar..

 

Hvert er draumastarfið?

Ég kann illa við mig í rútínu og vil því starfa við eitthvað sem breytist frá degi til dags. Finnst gaman að búa eitthvað til sjálf, og þurfa að standa í veseni og ná að leysa það.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég gaf út ljóðabókina Tíst og bast í lok ágúst og hafa dagar mínir fyrir og eftir útgáfu mest farið í að sinna því. Svo er ég líka að læra verkfræðilega eðlisfræði í HÍ og er að byrja í mjög spennandi vinnu um miðjan október.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Eins og ég segi, ég á enga rútínu því mér finnst það ekki henta mér. En svona ideal daga vakna ég kl 7, fer í skólann, læri heima, elda, tek til og sofna. En ofast vakna ég kl 8:30, fatta að ég er búin að sofa yfir mig hvort sem er svo ég sef til 11, lýg að sjálfri mér að ég ætli bara að læra heima í dag og er svo óvart í tölvunni fram yfir miðnætti. En eftir að ég gaf út bókina mína er ég alltaf að erindast eitthvað út um allan bæ, keyra út bækur, mæta í viðtöl, sækja bækur í prentsmiðju og þess háttar. Ég hef mjög gaman af því.

 

Lífsmottó?

The first pancake always turns out badly.

 

Sturluð staðreynd um þig sem enginn veit?

Ég ropa ekki. Í alvöru. Líkamlega ómögulegt. Ropa ekki. Ekki segja mér að gleypa bara loft. Þetta er ekki svona einfalt.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 4, god bless.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir: virkar (stundum)
Gallar: virkar eiginlega aldrei

 

Í hvað notar þú símann mest?

Twitter
Instagram
Clue
Spotify
þ.e.a.s. þegar hann virkar

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 3200 – fokking nettur

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira