Heim MicrosoftWindows Mobile Vodafone með app fyrir Windows símtæki

Vodafone með app fyrir Windows símtæki

eftir Jón Ólafsson

Eins og sagt var frá hér á Lappari.com fyrir um tveimur vikum síðan þá fréttum við af því að væntanlegt væri forrit frá Vodafone fyrir viðskiptavini sína með Windows símtæki. Þessi orðrómur hefur nú verið staðfestur af Vodafone í færslu á Vodafone blogginu.

 

Hér má sjá kynningarmyndband um appið

 

Á Vodafone blogginu segir meðal annars

Í dag kemur út Windows Phone útgáfa af Vodafone appinu, en eins og gefur að skilja hafa notendur Windows Phone beðið með óþreyju eftir útgáfunni. Vodafone er þar með fyrsta íslenska fjarskiptafyrirtækið sem gerir app fyrir Windows Phone síma.

Windows appið hefur alla sömu virkni og Android og iPhone útgáfurnar. Á upphafsskjá nýja appsins sérðu strax teljara fyrir farsímanúmer símans sem þú ert að nota og með því að velja „Þjónustur“ færðu svo heildaryfirlit yfir alla þína fjarskiptaþjónustu.

Ef slegið er inn notendanafn og lykilorð að Mínum síðum má svo fá enn ítarlegri aðgang að upplýsingum og stillingum.

 

Ef þú ert hjá Vodafone með Windows síma þá er um að gera að sækja appið núna strax.

 

Hvaða áhrif hefur þetta á önnur íslensk fyrirtæki og frekari framþróunn á íslenskum forritum fyrir Windows?

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira