Heim ÝmislegtApps QR-kóði frá Heinz vísar inn á klámsíðu

QR-kóði frá Heinz vísar inn á klámsíðu

eftir Magnús Viðar Skúlason

Þjóðverjanum Daniel Korell brá heldur betur í brún þegar hann ætlaði að skanna QR-kóða á Heinz-tómatsósuflösku sem hann hafði keypt. QR-kóðinn átti að vísa á auglýsingasíðu Heinz þar sem notendur gátu m.a. hannað sína eigin tómatsósuflösku en þess í stað vísaði kóðinn vafranum hans inn á klámsíðu þar sem var hægt að finna nokkur svæsin klámmyndskeið.

Daniel vakti máls á þessu á Facebook-síðu Heinz og smellti inn mynd af því sem kom upp á símanum hans eftir að hann skannaði kóðann. Talsmenn Heinz voru fljótir til svara og báðust afsökunar á þessu en svo virðist sem að lénið sem notað var í þessari herferð hjá Heinz hafi runnið út og óprúttinn aðili náð sér í það og vísað því á tjéða klámsíðu.

Hægt er að sjá færsluna frá Daniel inn á Facebook-síðu Heinz með því að smella hér.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira