Heim Föstudagsviðtalið Anna Margrét Gunnarsdóttir

Anna Margrét Gunnarsdóttir

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 89 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Anna Margrét Gunnarsdóttir og hef búið lengst af í 101 Reykjavík.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég hef unnið sem blaðamaður hjá Nýju Lífi undanfarið ár en fluttist nýlega til Osló og skrifa því héðan í sumar. Í haust mun ég svo hefja meistaranám í markaðsfræði við viðskiptaháskólann BI Norwegian Business School. Ég er mjög spennt og er kannski byrjuð að plana í hvaða fötum ég ætla mæta í fyrsta daginn.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég er núna stödd í tiltölulega nýju landi og er því ennþá að komast í hina norsku rútínu. Ég hef þó ekki upplifað neitt sem gæti kallast menningarsjokk en Norðmenn eru eitthvað slappir við að skilja kaldhæðnina mína. Ég þarf annaðhvort að skrúfa fyrir hana eða vingast við Finnana sem búa hér. Þeir skilja súrleikann.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Eftir að hafa verið með allar klukkustundir dagsins planaðar seinustu ár ákvað ég að lifa einfaldara lífi í sumar, áður en meistarnámið mitt hefst og ég breytist aftur í skipulagningar-Godzillu (brjáluð hangandi í húsvegg með dagbók í báðum höndum). Ég fer í ræktina eða á pole fitness æfingu, skrifa grein eða texta sem ég er að vinna í, elda góðan mat, sóla mig, tjilla, labba áttatíu hringi í búðunum og hef það gott. Lífið er gott.

 

Hvernig er hin fullkomnar selfie mynd?

Einlægur narcissism-i er uppáhaldið mitt. Taktu bara selfie og ef þér finnst þú sætastur/sætust á myndinni þá áttu bara að henda henni inn á alla samfélagsmiðla undir yfirskriftinni: NJÓTIÐ!

 

Einhverjar nýjungum í IT (eða súlufimi) sem lesendur ættu að fylgjast með í náinni framtíð?

Ég get hvorki spáð um komandi trend í IT eða súludans enda veit ég nær ekkert um hvoru tveggja. En það er líka fullt annað sem ég veit ekkert um svo þetta bætist bara við.

 

Lífsmóttó?

Ég er ekki með neitt lífsmóttó en er einmitt að leita af einu svoleiðis vel væmnu til að hafa sem tattú eða veggskreytingu, eða bæði. Allar uppástungur eru vel þegnar. Helst þarf þetta að tengjast lífi mínu og minni persónulegu upplifun. Takk!

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?

Ég hitti einu sinni MC Hammer á flugvelli í Los Angeles þegar ég var barn. Engar myndir náðust að atvikinu en báðir foreldrar mínir eru vitni. Hr. Hammer sagði við foreldra mína: „Dis some cute little white baby girl you got mistah“ Ég man ekkert eftir þessu enda lendi ég svo oft í því að frægt fólk vill halda á mér. Ég get ekki haldið tölu yfir þetta allt.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

101 Reykjavík? Jeez, ég ætla bara leggja myndina Rokk í Reykjavík inn sem sönnunargagn nr. 1 og kalla þetta gott.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Þú þarft að spyrja yfirmann tæknimála hjá mér að því. Ég deligera svona málum til samstarfsmanna minna. Sem er einn maður. Sem er líka maðurinn minn verðandi.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég fékk silfurgráan Iphone 6 fyrir nokkrum mánuðum. Ég er mjög ánægð með hann. Örugglega sama tilfinning og nýbakaðir foreldrar finna, eða ekki.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Hann er frábær í alla staði. Eini ókosturinn er að hann er ekki gróinn fastur við hendina mína. Við getum ekki verið saman allan sólarhringinn. Það þykir mér miður.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Messenger-appið, Snapchat, Instagram, Twitter, gamla góða SMS.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Faðir minn vakti mig á ellefu ára afmælisdaginn minn með hringjandi pakka. Nokia 5110 og krakkinn grenjaði úr spenning. Það er búið að vera á tali hjá mér síðan.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar

Einhver tískusími sem ég veit ekki að er til ennþá. En það stoppar mig ekki í að langa í hann, ónei! Verð að eignast hann, passar við öll fötin mín og alla skóna. Algjört möst.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Lapparinn er í allri hreinskilni eina tæknisíðan sem ég hef farið inn á. Til hamingju með það og njótið nærveru minnar.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

GETUR EINHVER SENT MÉR OSTAPOPP TIL OSLÓ? MEÐ FYRIRFRAM ÞÖKK.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira