Heim ÝmislegtApps Var Snapchat að staðfesta Windows Phone-app?

Var Snapchat að staðfesta Windows Phone-app?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Segja má að eyðumerkuganga Windows Phone-notenda um að fá Windows Phone-útgáfu af Snapchat sé orðin slík að hún minni jafnvel á versta maraþon. Hinsvegar þá má vera að Snapchat hafi nokkurn veginn staðfest að þeir séu að vinna í Windows Phone-útgáfu sem sé væntanleg innan tíðar.

 

Samkvæmt þessum orðaskiptum á Twitter þá er þetta fyrsta formlega staðfestingin frá Snapchat um að Windows Phone-útgáfa sé í vinnslu. Eflaust eru þúsundir Windows Phone-notenda hérlendis sem gleðjast yfir þessum fregnum enda hefur mikið gengið á undanfarin misseri fyrir þá allra hungruðustu í Snapchat fyrir Windows Phone. Eins og flestir þekkja þá lokaði Snapchat fyrir allan aðgang smáforrita frá þriðja aðila sem nýtti sér aðgengi að Snapchat-þjónustunni og því er það kærkomið að formlegt app sé væntanlegt fyrir Windows Phone.

Talið er að persónulegt viðhorf Evan Spiegel, forstjóra Snapchat og eins af stofnendum þess, hafi spilað mikið inn í varðandi þá staðreynd að ekki sé enn komið Windows Phone-útgáfa af Snapchat en óstaðfestar heimildir herma að Spiegel sé ekkert alltof hrifinn af Microsoft og þrátt fyrir að Microsoft hafi boðist til þess að greiða allan kostnað við þróunarvinnu og keyrslu á Windows Phone-útgáfunni að þá hefur hann ekki viljað gefa eftir.

Hinsvegar þá er óhætt fyrir Windows Phone-notendur að hlakka til þess að vonandi sé Snapchat á leiðinni fyrir Windows Phone-umhverfið og spurning hvort að eitthvað muni draga til tíðinda í júní á aðalfundi Microsoft í tengslum við það?

Heimild: WM Power User

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira