Heim ÝmislegtApple Sjálfvirk uppsetning á forritum

Sjálfvirk uppsetning á forritum

eftir Haraldur Helgi

Oft þegar ég fer að huga að því að strauja tölvuna mína, hvort sem um er að ræða Mac eða PC vélina byrja ég að skrifa niður lista yfir þau forrit sem ég vil setja upp á tölvuna.

Oft eru þetta vafrarnir sem ég vil, samskiptaforritin, Dropboxið og þessi helstu forrit sem ég þarf að sækja.

Það var ekki fyrr en ég sá félaga minn setja upp nýjan iMac í dag að ég áttaði mig á snilldinni sem Ninete (fyrir PC) og Get Mac Apps (fyrir iOS) bjóða uppá.

 

screenshot-507034b30050770944e5bd1855e1c9b0Ninite virkar þannig að þú velur þau forrit sem þú vilt úr lista og sækir svo eitt forrit sem sér um að setja þessi forrit upp fyrir þig.
Forritið byrjar að vinna um leið og þú opnar það, segir nei við öllu óþarfa extra dóti, setur upp 64-Bit útgáfur á vélar sem það keyra og margt fleira. Auk þessa fer þetta allt fram í bakgrunni.

 

Get Mac Apps virkar mjög svipað og Ninite nema þar velurðu úr lista þau forrit sem þú vilt, smellir á hnappinn ‚Install these!‘ og þá færðu svokallaða terminal línu sem þú afritar og smellir inn í Terminal (cmd+bil og skrifar „Terminal“ og hamrar á Enter) forritið í iOS.
Því næst límirðu kóðann sem þú fékkst í Terminal og hamrar á Enter og þá fer uppsetning á þeim forritum sem þú valdir af stað.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira