Heim MicrosoftWindows Server Áframsenda undirlén á vefsíðu (redirect með 301)

Áframsenda undirlén á vefsíðu (redirect með 301)

eftir Jón Ólafsson

nordaskali

Líklega ekki margir sem spá í þessu efni en ég fékk verkefni frá viðskiptavin þess eðlis að hann vildi í markaðslegum tilgangi búa til undirlén og áframsenda gesti sjálfkrafa á færslu sem er á venjulegu heimasíðunni hans. Undirlén er oft notuð í sérverkefni eða í markaðssetningu til að einfalda gestum/viðskiptavinum að finna efnið en kúnstin og markmiðið hlítur að vera til þess að nota núverandi vef áfram til að hýsa efnið og þannig vonandi leiða gestina áfram um vefinn hjá viðkomandi.

 

Þetta á líka við ef viðkomandi fær sér nýtt lén en þá er gerð 301 áframsending af gamlalen.is yfir á nyjalen.is

 

Ég ætla í þessu dæmi að búa til undirlén sem heitir aframsenda.lappari.com og áframsendir það (vonandi) gesti á þessa færslu sem er á www.lappari.com/2015/05/aframsenda .    Þegar áframsending er gerð með 301 þá segir vefþjónninn vafranum að þessi breyting sé varanleg og þá þarf hann ekki að svara sömu fyrirspurninni aftur og aftir sem minkar álag á þjóninn og upplifun notenda verður betri (hraðari).

Þar sem viðskiptavinurinn og reyndar Lappari.com eru hýstir á IIS þjóni (Server 2012) þá miða leiðbeiningar við það en létt er að heimfæra þetta á aðra.

 

Opna IIS og byrja á því að smella á vefsíðuna í vinstri glugga og þar er smellt á URL Rewrite

afram1

 

 

Þar opnast ýmsir valmöguleikar en þar er smellt á Add Rule(s) og þarnæst á Blank rule og síðan á OK til að hefjast handa

afram2

 

 

 

Þá opnast upp tóm regla og eins og sést á þessari nettu mynd hér að néðan þá eru þetta um 8 gildi sem eru valin eða sett eru inn áður en smellt er á Apply (efst til hægri) til þess að virkja regluna.

afram4

 

Núna ætti þessi færsla að birtast ef slegið er inn: aframsenda.lappari.com

 

Með smá rökhugsun er hægt að nota svona reglur í mun meira eins og til dæmis að flytja alla 404 umferð á einhverja ákveðna síðu eða vef.

 

Upplýsingar um 301 ReDirect og afhverju það er mikilvægt

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira