Heim ÝmislegtAndroid Þráðlaus hleðsla í boði hjá IKEA

Þráðlaus hleðsla í boði hjá IKEA

eftir Magnús Viðar Skúlason

IKEA kynnti fyrir stuttu þann möguleika að snjalltækjanotendur geta bráðlega hlaðið tækin sín þráðlaust í gegnum húsgögn fyrirtækisins.

Haustið 2012 kynnti Nokia fyrsta Windows Phone 8-símann sem kom fljótlega á markað en sá sími hét Nokia Lumia 920. Eitt af því áhugaverðasta sem sá sími bauð upp á var möguleikinn á því að geta hlaðið símann þráðlaust með sérstökum hleðslutækjum.

Í kjölfarið fóru fleiri framleiðendur að bjóða upp á slíka tækni og er svo komið að nokkrir staðlar eru á markaðnum sem eru studdir m.a. af mismunandi vélbúnaðarframleiðendum.

Misjafnt er síðan eftir fyrirtækjum sem bjóða upp á þessar lausnir hvaða staðal þær síðan styðja en nú hefur IKEA svipt hulunni af því hvernig fyrirtækið mun bjóða upp á þessa lausn í húsgagnalínu sinni. IKEA mun styðja QI-staðalinn líkt og Nokia gerði í sínum símum og m.a. hefur Google einnig stutt við þennan staðal í Nexus-tækjunum sínum.

Að auki mun IKEA einnig bjóða upp á þráðlaust hleðslutæki sem hægt verður að koma fyrir í öðrum húsgögnum en hægt verður að bora fyrir hleðsluplötunni og koma henni haganlega fyrir.

Þar sem iPhone frá Apple hefur ekki verið með neinn stuðning við þráðlausa hleðslu fram að þessu þá verður hægt að fá sérstakt hulstur utan um iPhone-síma sem er með QI-tækninni innbyggðri og þannig hægt að hlaða símtækið þráðlaust. Einnig eru USB-tengi á öllum hleðsluplötunum frá IKEA þannig að hægt verður að hlaða flest öll tæki með þeim hætti.

Hægt er að kynna sér betur QI-hleðslulínuna frá IKEA með því að smella hér.

Heimild: IKEA

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira