Heim Föstudagsviðtalið Styrmir Geir Jónsson

Styrmir Geir Jónsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 82 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Styrmir Geir Jónsson og er Keflvíkingur í húð og hár

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er tæknistjóri Capacent ásamt því að stunda ráðgjöf á vegum Capacent í öryggis- og rekstrarmálum tölvukerfa. Ég hef brallað lengi í IT bransanum og starfaði hjá Varnarliðinu við rekstur tölvukerfa þess, eftir að kaninn fór kom ég við hjá því ágæta fyriræki Opnum Kerfum áður en ég hóf störf fyrir móðurfélag Capacent 2008 sem tæknistjóri þess á norðurlöndum. Heima bralla ég við Ljósmyndun og tengi það öðrum áhugamálum eins og útivist.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Á fætur kl 6, kaffibolli!. Unglingunum smalað út í bíl kl 7 og ekið úr Keflavík til borgarinnar. Þar er unglingum skilað í sitthvorn menntaskólann. Síðan liggur leiðin inn í Ármúla 13 þar sem Capacent er til húsa og byrjað á að fara yfir póstinn, kerfisdagbækur yfirfarnar og dagurinn skipulagður. Að vinnudegi loknum er unglingum safnað aftur saman rennt heim í Kef og farið í sund eða út að hjóla eftir atvikum.

 

Hvaða nýjungum eiga lesendur að fylgjast með í náinni framtíð?

Fylgist með nýjum gerðum af rafahlöðum sem munu umbylta mobile (og rafbíla) markaðinum á komandi ári.

 

Lífsmottó?

Carpe Diem

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?

Ég horfi á „kerlingamyndir“ með dóttur minni frekar en góða spennumynd með konunni

 

Topp 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Hér er vandmálið að nefna bara fimm! En… Rúnar Júlíusson, Valdimar, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Einar Júlíusson vinur minn.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 8.1 og Windows 10 er í skoðun

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 930

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir eru, rafhlaðan endist daginn og rúmlega það. Myndavélin er frábær, og þrátt fyrir sögur um annað þá er fjöldi appa til fyrirmyndar.

Ókostir eru, sumir hugbúnaðarframleiðendur vilja ekki gefa öppin sín út fyrir Windows síma, en ég er bjartsýnn að þeir sjái villu síns vegar.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Skoða póstinn minn
  2. Fylgjast með samfélagsmiðlum
  3. Taka Myndir
  4. Símtöl og SMS
  5. Varfra um netiðphilipsgsm900

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Philips GSM 900

Besta ábyrgð sem hefur fylgt nokkru tæki „unconditional replacement“. Ég keyrði yfir minn og þeir sendu mér nýjan með DHL

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég bíð spenntur eftir nýjum Lumia. En ef ég þarf að fá mér annan síma þá verður það annar Lumia 930

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Hacker News. The Verge, PC Mag, Lappari, Exreme Tech bara til að nefna nokkrar.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Já, rosalega er erfitt að segja eitthvað að lokum þegar maður er spurður  🙂

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira