Heim ÝmislegtFréttir Nokia kaupir Alcatel Lucent

Nokia kaupir Alcatel Lucent

eftir Magnús Viðar Skúlason

Nokia hefur staðfest að fyrirtækið muni kaupa franska símkerfaframleiðandann Alcatel Lucent fyrir 16,6 milljarða dollara.

Þetta staðfestir Nokia í fréttatilkynningu sem var send út í morgun en með þessum kaupum verður Nokia annars stærsti framleiðandi á farsímakerfum í heiminum með 35% markaðshlutdeild. Sænski risinn Ericsson er með 40% af markaðnum og hafa verið leiðandi á honum undanfarin ár. Huawei sem m.a. Vodafone og Nova eru með símkerfi frá er með um 20% hlutdeild á heimsvísu.

Með þessum kaupum er Nokia að festa sig í sessi sem öflugur símkerfaframleiðandi og mun þetta styrkja stöðu fyrirtækisins t.d. í Norður Ameríku en AT&T og Verizon þar í landi eru með kerfi frá Nokia og Alcatel Lucent.

Hlutabréf í Nokia hækkuðu um 3% við þessar fréttir en talið er að samruninn verði kominn í gegn á fyrri hluta næsta árs og mun hið nýja sameinaða fyrirtæki undir merkjum Nokia vera með um 114.000 starfsmenn á heimsvísu.

Heimild: Reuters

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira