Heim Föstudagsviðtalið Helgi Björgvinsson

Helgi Björgvinsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 84 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Helgi Björgvins, lausnaráðgjafi hjá Nýherja. Breiðhyltingur, Arsenal maður út í gegn, þriggja dætra faðir. Bjó í 8 ár í Englandi og fíla Breta og allt sem breskt er – ekki síst og kannski sérstaklega flatan, volgan, enskan bjór.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég lærði mitt fag hjá Flugfélginu Atlanta. Þar flæktist ég um allan heim og setti upp og rak tölvukerfi í 5 heimsálfum. Það var góður skóli þar sem maður þurfti að læra að bjarga sér hvort sem það var með netþjóna, víðnetssambönd eða útstöðvar. Er svo búinn að vera hjá Nýherja síðan 2007 þar sem ég er í svona pre-sales og lausnahönnun. Fæst m.a. við þróun lausna sem ég styð svo við í öllu þeirra lífshlaupi – þ.e.a.s. þróun, framleiðsla, markaðssetning, sala, rekstur.

Hjá Nýherja vinn ég með þvílíkum eðalmannskap og finnst alveg ferlega gaman í vinnunni. Fæ reglulega svona tilfinningu eins og ég sé barn í dótabúð þegar maður sér flottar lausnir smella saman úr alskyns einingum sem við eigum til byggja lausnir. Dæmi um lausnir sem ég hef verið að vinna í er Tölvuský Nýherja og fjölmargar lausnir því tengdar, t.d. Private, Hybrid og Public cloud útfærslur.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Finnst fínt að taka frá 9 – 10 í að svara pósti og skipuleggja daginn. Svo eru fundir, bregðast við því sem dagurinn færir manni og verkefnavinna. Reyni að taka góðan tíma frá í stærri verkefni, þau vinnast svo miklu betur þegar maður er ekki alltaf í símanum og pósti samhliða þeim.

 

Lífsmottó?

Hafa gaman af þessu.

 

Nú hefur Lenovo keypt x86 netþjónaframleiðsluna af IBM, hvaða þróunn/breytingar sérðu fyrir þér næstu árin fyrir þér eftir þetta?

Þetta er spennandi breyting og við erum mjög bjartsýnir á hana. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að IBM mun áfram styðja við netþjónaframleiðsluna og mörg þúsund manns sem unnu að þróun, framleiðslu og stuðningi við þessar vörur fara yfir til Lenovo með vörunum.

Annars finnum við strax að Lenovo er meira „agile“ en IBM – þeir hreyfa sig hraðar og geta tekið ákvarðanir sem ekki hefðu fengist í gegn hjá IBM. Svo er reynslan af því þegar Lenovo tók yfir ThinkPad og aðra PC framleiðslu IBM mjög góð og í dag er Lenovo stærsti framleiðandinn á því sviði. Það er því full ástæða til að búast við flottum hlutum frá Lenovo á komandi misserum.

 

Windows vs MacOS og afhverju?

Hva – spyrðu ekki um Linux? En nei, ég er Windows maður og ætli það sé ekki aðallega „af því bara“. Fannst Makka heimurinn alltaf lokaður, lítið úrval að búnaði og lausnum og mikið borgað fyrir einhverja hluti sem hafa ekkert virði fyrir mig. En í dag er það held ég aðalega hvað maður er vanur og svo er ég náttúrulega MS Office nörd og skilst að það virki ekki eins vel á Mac.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Sony Xperia Z1 – Nýherji er með umboð fyrir þessa síma og því liggur það beint við. Virkilega flottur og skemmtilegur sími.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Stór og góður skjár. Vatnsheldur. Fín myndavél. Frábær græja. Það sem ég vildi helst breyta er að hafa hann bara plain vanilla Android – finnst það skemmtilegra en þessu „skinnuðu“ viðmót frá Sony/Samsung/HTC et.al.

 

Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)

Spotify, Podcasts, Audible, Bækur (Kindle), netið – topp 5 er alltof stuttur listi  🙂

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Xperia Z4 þegar hann kemur út í sumar væntanlega eða iPhone 6 Plus. Langar að prófa iPhone einu sinni.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

The Register er gamalt uppáhald. CIO.com, Forbes og margir fleiri. Annars er þetta mest orðið RSS og Twitter straumar sem maður eltir.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Brosum. Ég hef fulla trú á að það komi sumar í ár.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira